Breiðfirðingur - 01.04.1975, Síða 68
66
BREIÐFIRÐINGUR
húsbændur, þar sem nógar voru veitingar. Ekki man ég
með vissu, hvað hann dvaldi lengi á Staðarhóli, en mig
minnir 3—4 ár. A þeim árum keypti hann tryppi, gráa
hryssu, ættaða frá Holtaseli, sem var hjáleiga frá gamla
prestssetrinu Stórbolti. Helgi hét þá ábúandinn á Holta-
seli og var Magnússon. Hann hirti sauðina frá Stórholti,
en hús þeirra var inni í Holtaseli. Höfðu þeir mjög lítið
'hey, en þar tók lítt fyrir jörð.
Helgi í Holtaseli átti tvö gull-falleg hross, leiróttan
hest og gráa hryssu, afburða stóra. Undan henni var Grána
Sæmundar, mjög stór og falleg. Nú þurfti Sæmundur að
fara að temja. Þetta var að hausti og þá vantaði skafla-
járn. Hey voru nóg á Stðarhóli og var Sæmundi leyft
að ala Gránu með reiðhesti prestsins, sem tekinn var á
hús undir eins að haustinu vegna messuferða og til hús-
vitjana. Við Sæmundur hittumst oft daglega og vorum
mestu mátar. Stundum hvessti dálítið í okkur, en logn-
hægði fljótt aftur.
Vorið 1906 fluttist að Sælingsdal í Hvammssveit sem
bóndi, Guðmundur Sæmundsson. Hann var þekktur sem
ágætis járnsmiður. Við Sæmundur pöntuðum hjá honum
tvenn skaflajárn eftir máli. En svo var eftir að sækja
járnin.
Við Sæmundur áttum tal við ráðsmann prestsins um
það, að við vildum fara báðir og yrðum ekki lengi. Þar
kom, að við veðjuðum við ráðsmanninn. Við tókum til
1 klst. suðurleiðina. Þetta var nokkru fyrir jól. Færi var
eins gott og best verður á kosið, muráhjarn. Við tókum
tímann um leið og hlaupið var úr hlaði í Miklagarði. Síð-
an var haldið beinustu leið af augum fyrir ofan bæinn á