Breiðfirðingur - 01.04.1975, Qupperneq 82
80
BREIÐFIRÐINGUR
ast ekki í skatt í hlutfalli við hina, að minnsta kosti þá,
sem áttu færri eða engin börn.
— Og jú, sagði Guðný með hægð, hvort mér fannst
við fátæk, það veit ég ekki, það var aldrei verið að gera
sér neinar vangaveltur með það. En ég man, að ég vaknaði
stundum sveitt og kvíðin og vissi satt að segja að morgni
ekki, hvað yrði 'í matinn í dag, hvað þá meira. En þetta
varð að vana. Allt gekk sinn gang.
— Höfðuð þið ekkert vinnufólk til hjálpar meðan hörn-
in voru lítil?
— Jú, hann Einsi Gestsson, Einar hét hann, var hjá
okkur. Það var fósturbróðir minn, hei'lsulaus, sem kallað
var, fatlaður, hafði fengið beinkröm og brjóst og bak af-
lagast. En hann vann margt bæði úti og inni. Var trúr og
samviskusamur eins og hjúin voru í gamla daga og ekki
gerði hann háar kröfur til lífsins.
— Svo var hún mamma hjá okkur og heldur betri en
ekki fyrir börnin. Hún var þeim mjög góð amma og alltaf
'betri en engin, blessunin. Jú, það voru allir samtaka. Og
einmitt þess vegna gat allt blessast, sagði Guðný.
— Og einmitt eftirminnilegasta stund ævi minnar var
í sambandi við umhyggju móðir minnar fyrir mér veikri.
Það atvik gæti verið tákn þeirrar vöku, sem englar góð-
leikans áttu yfir okkar vegum. Eg hafði verið veik eftir
barnsfæðingu. Og svo var það á yndislegum vormorgni, að
mér fannst allt í einu, þar sem ég ligg í rúminu, að nú
sé allt búið. Ég fann mig líða einhvern veginn inn í sól-
skinið, verða eitt með blænum. Samt var þetta ekki nota-
legt. Mig langaði til að tala — hrópa — hrópa á hjálp.
En ég gat ekki svo mikið sem bært varirnar. Allt í einu