Breiðfirðingur - 01.04.1975, Síða 103
BREIÐFIRÐINGUR
101
látið hann halda skóla og kenna jarðyrkju í Flatey, og má
telja það víst, að af þeim viðburðum verði blessunarríkir
ávextir.“
I febrúarmánuði 1858 eða nánar tilgreint þann 28. sit-
ur ungur piltur að nafni Arni Árnason að Enni í Viðvíkur-
sveit í Skagafirði og skrifar bréf. Það er og þykir engin
nýlunda, þótt sá starfi sé stundaður, en í þessu bréfi er
að finna vissuna um veru Torfa í Flatey. Pilturinn er
nefnilega að skrifa honum.
Þessi Árni fæddist að Enni í Viðvíkursveit í Skagafirði
hinn 16. apríl 1842 og var því 4 árum yngri en Torfi, sem
fæddur var þann 28. ágúst 1838, kom ungur að Bessa-
tungu í Saurbæ og var þar fram yfir tvítugsaldur.
Hvar urðu kynni þessara pilta? Foreldrar Árna voru
Helga Sveinsdóttir og Árni Þorsteinsson. Hann kemur frá
Dagverðareyri í Vöðlusýslu (þ. e. Eyjafjarðarsýslu) að
Enni 1842. Þar er Helga þá og þar fæðist sonurinn. Þau
eru talin búendur þar 1842—4843, fara þaðan búferlum
líklega til Eyjafjarðar. Árið 1848 fara þau frá Möðru-
völlum í Hörgárdal að Stórholti í Dalasýslu, eru þar og í
Hvítadal, koma svo aftur að Enni. Það er því í Saur-
bænum, er þeirra kynni takast Árna og Torfa. Hér kem-
ur svo bréfið:
Enni í Viðvíkursveit dag 28da febrúar 1858.
Góði vin!
Alúðar heilsan, hjartanlega þakka ég þér allt gott und-
anfarið mér auðsýnt. í einu orði allt það lítið sem við
kynntustum við, því við öngvan féll mér betur en þig, og
því pára ég þér þessar fáu línur að gamni mínu til að
láta þig vita, að mér líður bærilega og kann vel við mig