Breiðfirðingur - 01.04.1975, Side 114
112
BREIÐFIRÐINGUR
Reykjavík 7. júlí, þar er að segja 7.7.1973.
Friðurinn, ilmurinn, fuglakvákið, ljómi og birta hauð
urs og hafs var ofar jarðneskum orðum.
Allt draslið, sem sýnt var í sjónvarpinu forðum okkur
eyjarinnar börnum til ama, var horfið. Ég sá það ekki að
minnsta kosti þá. Tvenn ung hjón virðast nú höfðingjar
eyjarinnar og eiga þar enn sín vonalönd ásamt nokkrum
eldri Flateyingum, sem ekki geta farið, eins og Sigríði
Bogadóttur safnverði, sem enn stendur vörð um söguleg
verðmæti, og sem gæti verið fulltrúi þeirra bestu, sem
tengja enn þátíð og nútíð í Eyjunni. Og svo Sveinbjörn
Pétursson og Árni Einarsson. Þarna voru líka fleiri gestir,
sem „koma heim“ á sumrin, bræður Sigríðar, bjartir og
síungir og Sveinn Gunnlaugsson, enn þá andlegur konungur
eyjarinnar með drottningu sinni Önnu Ólafsdóttur úr Látr-
um.
Sumir fyrrverandi og fjarverandi eyjarbúar hafa
varðveitt og verndað hús sín enn, eyjunni til sóma, þar skal
nefna Gest kennara og fjölskyldu hans. Og nú er verið að
smíða Einarshús að nýju og gera þar sumarbústað. Ef til
vill gæti eyjan orðið sumarstaður og um leið óskanna ey
ótal barna í framtíðinni. Og hvers vegna opnar enginn
þarna ofurlítið veitingahús og „útsýnisturn“ í orðsins bestu
merkingu, sjónarhól, sem líta mætti af til umhverfisins, en
samt ekki síður til sögu og fortíðar?
En sárast saknaði ég tveggja kvenna, sem sett hafa ára-
tugum saman svip á allt í Flatey og heita 'báðar Jónína!
Jónína Eyjólfsdóttir kaupmannsfrú í Ásgarði og Jónína
Hermannsdóttir kaupkona í Hermannshúsi við hjarta þorps-
ins. I sjötíu ár hafa þær sett svip á eyjuna. Og svo var