Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1981, Page 30

Breiðfirðingur - 01.04.1981, Page 30
28 BREIÐFIRÐINGUR hvergi væri að finna svo lélega umgengni, að réttmætt væri að úthrópa hana. Hvers vegna hefir fegurðarþörf og fegrunarþrá verið gerð að umtalsefni í þessum inngangsorðum? Líklega einkum af því að mig langar til að freista þess að segja frá dæmum úr lífsreynslu sjálfs mín. Ég er einn þeirra sem hafa litlu fengið áorkað, iítið hafa lagt af mörkum til að fegra tilveruna. Ekki hygg ég að ég hafí komist ofar í verðleikastiganum en í mesta lagi að hanga í að vera í laklegu meðallagi hvað snertir þrifvirkni og smekkvísi. Þannig er um mörg okkar, að okkar sér lítinn stað að verkalokum. Fæst eða engin verka okkar megna að halda minningu okkar á lofti. En hvað er það þá, sem ég hefi fram að færa? Hverju hefi ég að miðla? Það eru nokkrar leifturmyndir frá liðinni ævi, sem ég ætla að reyna að ráðast í að túlka. Það eru einstök augnablik, þegar ég mætti sjálfri fegurðinni og hún snart mig lítilmótlegan með töfrasprota svo ég get ekki gleymt. Það var snemmsumars árið 1933. þá var eitt gróskumesta og gjöfulasta vor sem hefir komið á þessari öld. Þá var búið að alhirða þann þriðjapart Miðjaness-túnsins, sem móðir mín bjó á, í júnílok. Þá var það í Sviðnum, að hvalur fannst á reki og var dreginn þar að landi og nýttur. Við fórum saman í báti þrír Reyknesingar og rerum út í Sviðnur þeirra erinda að fá keyptan hval. Við vorum á lánsbáti og höfðum ófullkominn heimanbúnað. Ekki skiptir það máli nú, enda ekki umræðuefni. í þessari ferð útí Sviðnur varð ég snortinn af mestu og djúpstæðustu fegurðaropinberun ævinnar til þess tíma. Þar sá ég þær vegghleðslur og þau gróin þök sem ég hefi fegurst augum litið. þarna voru hús byggð af óbrigðulli smekkvísi og af efalausri listagáfu. Þar að auki var fegrun náttúrunnar, blómastóð í grósku hásumars eins og það getur orðið

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.