Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1981, Side 37

Breiðfirðingur - 01.04.1981, Side 37
BREIÐFIRÐINGUR 35 Á móti búrdyrunum, til vinstri, var skellihurð fyrir litlum gangi inn að baðstofustiganum, en moldargöngin héldu áfram, með lágum tröppum upp í hlóðaeldhúsið. Inn í vegginn, á þessum göngum, var rúmgóð hola, hundahola, þarsemseppinn svaf. Hlóðaeldhúsið var fremur rúmgott, með 4 hlóðum, í horninu til hægri var malkvörnin. Til vinstri í eldhúsinu lágu dyr inn í annað búr, innra búr eða tunnubúr. Meðan tvíbýli var, þurfti hvor húsmóðirin að hafa sitt búr. Ólöf hafði innra búrið. Fyrir innan skellihurðina, sem var á móti búrdyrunum fremri, var stuttur gangur að baðstofustiganum. Baðstofan var að lengd 4 stafgólf og nokkuð breið, líklega 2-3 ál. milli rúma. Hún var öll þiljuð, risið með skarsúð úr þunnum, flettum borðum. Baðstofunni var skipt í tvennt, með þili og hurð, sem oftast var opin á daginn. Á suðurherberginu var stafngluggi, með 6 smáum rúðum og hliðargluggi yfir fremra rúminu, en rúmin voru 4, tvö undir hvorri hlið. Við höfðalagið á hverju rúmi voru hillur, 1 eða 2. I miðju herberginu var háa hilla, tvísett, fest í súðina, þvert yfir fyrir neðan mæninn. Á henni voru geymdar guðsorðabækurnar og fleiri bækur og annað, sem börn máttu ekki ná í. Húsgögn voru engin, nema lítið borð undir glugganum og lítil kommóða, sem setið var á við annan enda borðsins. Svo var lítill, rauður skápur, sem festur var framan á rúmþilið, milli rúmanna, undir vesturhliðinni. í þessum skáp voru geymd bollapör og önnur kaffiáhöld. Svo var Borgundarhólms- klukka á milliþilinu, á bak við hurðina, svo koffort, sem faðir minn hafði við rúmið sitt. í fremri hluta baðstofunnar, fyrir framan þilið, undir vesturhlið, var vinnukonurúmið, hliðargluggi yfír því með 2 litlum rúðum, móti því rúmi var stigaopið með hlera yfír (lúgugat). Til hliðar við það var naglfast

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.