Breiðfirðingur - 01.04.1984, Page 12
10
BREIÐFIRÐINGUR
son (f. 27. júlí 1886, d. 2. okt. 1938), Magnússonar frá
Ölverskrossi í Hnappadalssýslu.
Þann 8. ágúst .1907 fæddist þeim Skerðingsstaðahjónum
sonur. Var það fyrsta barn þeirra og hlaut hann nafnið
Pórarinn. Alls urðu börnin sjö. Þau Ólöf og Alexander
voru leiguliðar á jörðinni. Skerðingsstaðir eru landlítil og
hæg jörð og notadrjúg. Eins og gefur að skilja þurftu fá-
tækir leiguliðar á þessum tíma með stóran barnahóp að
leggja hart að sér og vinna ómældar vinnustundir. Alex-
ander á Skerðingsstöðum var lengst af hraustur og þrek-
maður til vinnu. Var hann oft í verkum utan heimilis síns
og þá helst í erfiðisvinnu. Ólöf Bæringsdóttir var skap-
stillingarkona með afbrigðum, hlý og nærgætin húsfreyja.
Ég hitti nýlega að máli Þórarin Alexandersson. Kona
hans, Sigríður Sigurðardóttir, bauð mér inn í velbúna
stofu heimilisins. Þar sat Þórarinn í stól sínum og reis
ekki úr sæti. Hann er lamaður maður, sem háð hefur
eindæma harða baráttu við afleiðingar lömunarveikinnar.
Honum var kunnugt erindi mitt, sem var að fá hann til
að rekja að nokkru ýmsa æviþætti, en þó sérstaklega að
fræðast um baráttu hans við lömun sína.
Hefst nú frásögn Þórarins.
Ég er fæddur í Sælingsdalstungu í Hvammssveit. Eitt hið
fyrsta sem ég man frá bernsku minni er koma mín að
Skerðingsstöðum, þá var ég á fjórða aldursári. Þegar ég
var tekinn af baki á bæjarhlaðinu var ég ósköp leiður yfir
þessum vistaskiptum. En ég átti víðar athvarf heldur en
í góðum foreldrahúsum. Föðuramma mín, Þorbjörg Jóns-
dóttir, hafði gerst bústýra hjá Stefáni Davíðssyni, sem
fluttist til Islands frá Vesturheimi eftir langa dvöl þar
vestra. A árunum 1909-1914 dvöldu þau Þorbjörg og
Stefán í húsmennsku í Ásgarði, en síðan voru þau bæði
til æviloka á æskuheimili mínu á Skerðingsstöðum. Þau
voru mér góð og Stefán hafði sérstakt dálæti á mér. Hann