Breiðfirðingur - 01.04.1984, Page 27
Pétur Þorsteinsson, sýslumaður í Búðardal:
Úr Dalabyggð
i
Þótt undirrituðum þyki gott með Dalamönnum að búa og
gott til þeirra ættir að rekja, var hann þess lítt búinn að
verða við ósk ritstjóra Breiðfirðings að færa á blað fréttir
úr Dölum, eða Dalabyggð, nafn, sem margir vona nú að
í náinni framtíð verði í ríkum mæli notað við botn Breiða-
fjarðar. Ekki reyndist annað fært en verða við framan-
greindri ósk, ekki síst vegna þess að ég ætla að áþekkt
muni um þokka og þel okkar Einars Kristjánssonar til átt-
haga. Skapi nær hefði verið að segja frá heimkomu
Austfirðings í Dali - í fyrsta sinn á fullorðinsaldri, þar
sem grónar rústir og glæsileg býli brúuðu bil mikillar
sögu. Þar, sem sagan geymdi nöfn býla og bænda, sem
Sigurður skólameistari sagðist geta „bragðað á“, en hann
einan hefi ég heyrt svo til orða taka - að finna mætti
bragð vissra orða á íslenskri tungu.
Samkvæmt fyrirsögn verður hér þó að öðru vikið. Það
er ágrip frétta af mannaverkum og mannlífi í nefndum
byggðum á líðandi stund. Ég byrja þetta yfirlit með til-
vitnun um málefni, sem m. a. hafa komið til umræðu á
sýslufundum og sýslumaður gaf skýrslu um á s. 1. ári og
hefst á frásögn um byggingu stjórnsýsluhúss, sem alllengi
hefur verið í undirbúningi.
II.
a. Bygging á stjórnsýsluhúsi er nú hafin, búið er að grafa
fyrir grunni og er áformað að klára grunninn og kjallara