Breiðfirðingur - 01.04.1984, Page 32
30
BREIÐFIRÐINGUR
Pá réðist Dalabyggð í að veita viðtöku á annað hund-
rað fulltrúum Skógræktarfélags íslands, sem héldu aðal-
fund sinn eða þing á Laugum í Sælingsdal á s. 1. sumri.
En einnig sú heimsókn var hin fyrsta af hálfu skógræktar-
samtaka landsins.
Geta má þess í sambandi við skógræktarþingið að
Laugum, að farin var ferð undir leiðsögn heimamanna
um Strandir og allt í Bjarkarlund og heimsótt Þörunga-
verksmiðjan á Reykhólum. En í Bjarkarlundi tóku á móti
fólki fyrirmenn Barðstrendinga. Staðnæmst hafði verið á
Barmahlíð og skoðað fagurt sýnishorn skógræktar þar
vestra. Ohætt má fullyrða að fulltrúar og yfirmenn skóg-
ræktarmála fóru glaðir og þakklátir heim af þingi þessu.
Ymislegt fleira mætti sjálfsagt nefna en hér hefur verið
drepið á, en hvoru tveggja er, að ekki er séð þegar þetta
er skráð, hversu ný atvinnuverkefni heppnast, sem verið
er að reyna, t. d. með laxarækt við ósa Staðarhólsár o. fl.
og svo annað það, að sífellt eru nýjar hugmyndir að fæð-
ast eins og gengur.
En lokaorð mín skulu vera eftir tíu ára reynslu og bú-
setu í Dölum og kynningu fólks í þessum sveitum: Hér
hefur mér og mínum fallið vel, þótt allar stundir hafi ekki
verið jafnsælar vormorgninum, þegar farið var á hestum
suður Miðdali til móts við góðvini, sem komu á leiðinni
til fylgdar frá nærliggjandi bæjum. Þannig að Sturla Sig-
hvatsson hefur vart haft fríðara lið hjá Erpsstöðum, þá
hann fór á vit Vatnsfirðinga. Hins vegar var sá munur á
að hinn síðari hópurinn þurfti hvorki vígbúnað né var í
hefndarhug. Fréttir af slíku ferðalagi gæti einhverjum þótt
áhugaverðar og fallnar til fyrirmyndar í fallvöltum heimi.