Breiðfirðingur - 01.04.1984, Page 36
34
BREIÐFIRÐINGUR
fræðingar ríkt en lög og lagareglur hafa löngum verið ís-
lendingum áhugaverð fræði.
Meðal merkustu fornra bóka á norrænni tungu, sem
geymir lög, er kennd við höfuðbólið Skarð á Skarðs-
strönd.
Sýslunefnd Dalasýslu hefur ákveðið að færa forseta sín-
um ljósrit þessarar bókar sem gjöf frá Dalamönnum til
minningar um hingaðkomu og heimsókn. Helst hefðum
við viljað færa forseta að gjöf frumrit sambærilegt við
Skarðsbók, en slíkt verður að bíða annarra tíma. f»að
vanhæfi er á gjöf þessari að þótt henni sé nú heitið, verð-
ur hún ekki formlega afhent fyrr en næsta dag, þ. e. á
þeim stað, sem hún er við kennd og var lengi varðveitt,
þ. e. á Skarði á Skarðsströnd, ef Guð lofar.
f>ótt löngum hafi ekki þótt góður siður að gefa gjafir
án þess að afhenda þær, vonum við að forseti okkar fyrir-
gefi okkur þessa ráðabreytni, þar sem gefendur eiga ein-
ungis með þessum hætti þess kost að sjá gjöfina, sem
fyrst var tilbúin og fullgerð á þessum sólarhring. En hér
er um að ræða hið fyrsta vandaða ljósprentaða eintak,
sem gjört hefur verið af Skarðsbók. Eví fremur vonum
við að þetta verði afsakað að á morgun er áætlað fara um
fæðingar- og heimasveit ö m m u Vigdísar Finnbogadóttur
og þar verður bókin afhent.
Bókin er nú til sýnis í anddyri Dalabúðar.
Að svo mæltu biðjum við þess að hollvættir þær, er frá
örófi skópu giftu byggðar í Breiðafjarðardölum fylgi sem
fyrr fremstu konu Islands - nú forseta vorum á þessari
ferð og öllum óförnum.
Gjöri sagan sæmd Vigdísar Finnbogadóttur sem mesta.
Þess óska Dalamenn.