Breiðfirðingur - 01.04.1984, Page 40
38
BREIÐFIRÐINGUR
Keyptur var leirbrennsluofn, leirpressa og rennibekkur,
ásamt áhöldum og innréttingum. Hentugt húsnæði fékkst
í húsi Hallgríms Guðmundssonar, ca. 100 m2.
Eins og áður sagði, var Kolbrún ráðin til starfa í sex
mánuði og vann hún ein við framleiðsluna, utan þess að
hún naut aðstoðar við hráefnisöflun.
Kolbrún er mjög fær á sínu sviði. Stóðst áætlun um til-
raunaframleiðslu ágætlega. Vinna Kolbrúnar sannaði að
leirinn er vel nýtanlegur í klæðningsmúrstein eða flísar,
með örlítilli íblöndun annara efna. Möguleiki er á að nota
leirinn óblandaðan og er hann mjög áferðarfallegur full-
unninn. íblöndun annara efna eykur aðeins styrkleika og
auðveldar vinnslu, en breytir útliti nánast ekki neitt.
Skýrsla um niðurstöður tilraunavinnslu var gefin út í
október 1982.
í öllu þessu starfi hefur Dalaleir notið aðstoðar Ólafs
Sveinssonar iðnfulltrúa hjá Sambandi sveitarfélaga á
Vesturlandi. Kostnaður við tilraunavinnsluna var greiddur
með framlögum og styrkjum frá ýmsum aðilum og einnig
var tekna aflað með sölu listmuna úr Dalaleir.
Eftir að tilraunavinnslunni lauk var mikill áhugi fyrir að
kanna hver kostnaður væri við vélar til framleiðslu í ein-
hverju magni og einnig þurfti að gera markaðskönnun.
Leitað var til breskrar fyrirtækjasamsteypu um athugun
á vélakosti. Af ýmsum ástæðum sem ekki verða raktar
hér, urðu viðskiptin við þetta fyrirtæki á aðra lund en við
væntum og var því ákveðið í september s. 1. að semja við
danska fyrirtækið Scankey um að leita eftir vélum og gera
áætlanir um uppbyggingu fyrirtækisins. Þetta danska fyrir-
tæki hefur staðið við skuldbindingar sínar við Dalaleir og
á núna um miðjan febrúar að skila lokaniðurstöðum
sínum. Pá verður tekin ákvörðun um stofnun fyrirtækis.
Ahugamannafélagið verður þá lagt niður, enda er starfs-
tími þess orðinn miklu lengri en til stóð. Allt málið hefur
vafið uppá sig og tekið lengri tíma en áætlað var, en
stjórnarmenn í Dalaleir hafa aldrei viljað gefast upp fyrr