Breiðfirðingur - 01.04.1984, Page 47
Brandís Steingrímsdóttir:
Örlagabrot
Bærinn Kleifar stendur við fjarðarbotninn. Lágvaxinn
fjallahringur stendur að honum á tvo vegu. Milli bæjar og
sjávar eru grösugar eyrar, sem gefa byggðinni nokkurt
undirlendi. A rennur um eyrarnar. Lar sem áin kemur
fram af lágri fjallsbrún, nryndar hún fagran foss. Um
kyrrar vornætur hjalar fossinn með lágværum rómi, en
komi hvöss sunnanátt hækkar röddin mjög. I norðanátt
lækkar söngur hans aftur.
Kleifar eru í alfaraleið. Fyrir utan túnið eru reiðgötur,
sem oft eru fjölfarnar vor og haust, því heiðin liggur rétt
austan bæjarins norður af.
Það er morgunn, einn af þessum ógleymanlegu íslensku
vormorgnum. Smá dalalæða strýkst með hlíðum og nátt-
úran er að vakna af svefni næturinnar. Fuglasöngurinn
verður að einni sterkri, margraddaðri hljómkviðu, þar
sem hver tegund tekur undir við aðra. Maríutásan hopar
hæversklega fyrir sólargeislunum og að lokum brýst sólin
fram í sínu geislaflóði. Á svona morgni er mannskepnan
sátt við sitt.
Fennan fagra rnorgun hefur Kristín vinnukona á
Kleifum verið árla á fótum, það var verið að hreinsa
túnið. Hún varð að standa húsbændum sínum skil á vinnu
sinni, þeir hafa reynst henni vel og það skal launað með
meiri vinnu.
Inni í bæ sefur ungur sveinn, nokkurra vikna gamall,
hraustur og efnilegur. Sárt verður að láta hann frá sér,