Breiðfirðingur - 01.04.1984, Page 63
Elínborg Agústsdóttir frá Mávahlíð:
Hún var hetja
(SíSari hluti minninga um
Jóhönnu Valentínusdóttur í Bifröst í Ólafsvík)
Höfundur þessara frásagna um Jóhönnu
Valentínusdóttur frá Bifröst, frú Elínborg
Ágústsdóttir, er fædd í Mávahlíð 17. sept.
1922. Eoreldrar hennar voru þau í>uríður
Þorsteinsdóttir og Ágúst Ólason, bóndi og
póstur, í Mávahlíð. Elínborg fluttist 18 ára
gömul frá Mávahlíð til Ólafsvíkur, þar sem
leiðir þeirra Jóhönnu lágu saman hátt í
þrjá áratugi.
Um leið og Elínborg segir frá merkis-
konunni Jóhönnu í Bifröst, rekur hún
marga merkilega þætti mannlífs og athafna
í Ólafsvík.
Um margra ára skeið fetaði Elínborg
svipaða slóð og Jóhanna í félagsmálum í
Ólafsvík. Elínborg var t. d. einn af stofn-
endum kvenfélagsins á staðnum, einn af
stofnendum leikfélags og lék sjálf í fjölda-
mörgum leikritum, þar sem hún t. d. steig
einmitt fyrstu sporin við hlið Jóhönnu sem
leikara og leiðbeinanda. - Hún var einn af
stofnendum kvenfélagsins á staðnum og
lengi formaður þess. Hún starfaði líka mik-
ið af orlofsmálum húsmæðra á Snæfellsnesi
og í Reykjavík. E.K.
Pessi minningabrot mín er samantekt úr ævi konu, sem
um 77 ára skeið úr ævi sinni dvaldi í Olafsvík og var alltaf
kennd við Bifröst, húsið, sem hún bjó lengst í. Ég var svo
lánsöm að kynnast henni náið og njóta vináttu hennar.
Því verður hún mér alla tíð ógleymanleg.
Jóhanna í Bifröst varð fyrir þungum sorgum í lífinu, er
hún varð að sjá á bak þremur börnum sínum í blóma
lífsins. Fyrst drukknar eldri sonurinn Vilberg, en það
sorglega slys varð 5. apríl 1918 á miðri vertíð, að bátur
fórst með 9 mönnunr. Allir drukknuðu. Feirra var leitað
Elínborg Ágústsdóttir.