Breiðfirðingur - 01.04.1984, Page 67
BREIÐFIRÐINGUR
65
stækkaði. Jóhanna vann mikið með lækninum og oft lét
hann hana sótthreinsa eftir smitandi sjúkdóma. Það var
einkum ef berklar komu upp, en margir veiktust og dóu
úr þeim um þessar mundir. Þá þurfti að gæta fyllsta
hreinlætis og nákvæmni við sótthreinsunina og frágang
allan. Halldór Steinsen læknir treysti Jóhönnu vel til að
gera það sem gera þurfti.
Hjúkrunarfélagið í Olafsvík var stofnað um 1920. Þar
starfaði Jóhanna af lífi og sál. Sigrún Sigurðardóttir var
hennar önnur hönd í þessu byrjendastarfi. Margt annað
áhugafólk var í félaginu. Má þar nefna Þorbjörgu Guð-
mundsdóttur ljósmóður, Mettu Kristjánsdóttur, Ragn-
heiði Eyjólfsdóttur, Þórheiði og Laufeyju Einarsdætur.
Einnig voru þeir Halldór Steinsen læknir, Eliníus
Jónsson, Alexander Valentinusson og fleiri sem ég kann
ekki nöfn á. Þetta félag vann að hjúkrunar- og margs
konar hjálparstörfum við fólkið í þorpinu. Oft var komið
með veika menn af skipum, stundum heilar áhafnir.
Læknir fór um borð, en ekki var neitt afdrep í landi til
að annast hina sjúku. Sigrún í Baldurshaga bauðst þá til
að lána stofu í húsi sínu þegar svona tilfelli báru að. Þar
með var heimili Sigrúnar orðið sjúkraskýli. Þarna var
stórt vandamál leyst, þetta var eini staðurinn fyrir sjúka
í Ólafsvík fram á þennan dag. Um launin hennar Sigrúnar
er mér ekki kunnugt.
Sigrún í Baldurshaga var fágæt kona, hennar fórnar-
lund og nærfærni við sjúka var einstök. Jóhanna var aftur
á móti meira við að sinna sjúkum, er lágu veikir á heimil-
unum víðsvegar um þorpið. Vakti sjálf og útvegaði konur
til að vaka og til að annast um heimili, þar sem aðstæður
voru slæmar.
Nú kom að þeim þætti Hjúkrunarfélagsins að afla fjár
til tækjakaupa, svo hægt væri að gera meira fyrir sjúkling-
ana. Þá komu karlmennirnir í félaginu til skjalanna. Þeir
hjálpuðu til að koma á fót dansleikjum og hlutaveltum til
fjáröflunar. Allir tóku þessu málefni vel og styrktu það
5.