Breiðfirðingur - 01.04.1984, Side 69
BREIÐFIRÐINGUR
67
veikur, en henni afar þakklátur, mælti til hennar: ,,Þú ert
fuglinn sem flýgur hér um þorpið og aldrei þarft að sofa.“
Jóhanna svaraði með sínu látbragði: ,,Það er ekki mér að
þakka að veikin tekur mig ekki.“ Gamli maðurinn svar-
aði með hægð: ,,Ég held að hún nái þér ekki, sú er á þér
ferðin.“ Þessi maður andaðist litlu síðar. Jóhanna sagði
mér þetta sjálf mörgum árum seinna.
A þessu ári voru 20 lík jarðsett frá Olafsvíkurkirkju og
ber það með sér, að margur hefur átt um sárt að binda
eftir þetta erfiða ár.
Um þessar mundir var hart barist fyrir daglegu brauði,
dýrtíð mikil eftir fyrri heimsstyrjöldina og kreppa á öllum
sviðum. Það er þess virði að draga upp myndir frá þess-
um tímum á einu annesi á okkar landi. Þrautseigja
fólksins, gefast ekki upp, berjast áfram, þó á bátinn gæfi.
En þá, eins og nú, voru alltaf einhverjir sem stóðu upp
úr fjöldanum og voru hetjur.
Margt fólk í Olafsvík á þessum árum upp úr alda-
mótum hefur verið afar sterkt til vinnu, eins hafa margir
verið félagslega sinnaðir, því félagsstörf eru tímafrek.
Mörg félög voru starfandi, leikstarfsemi var í hávegum
höfð hjá fólki og mikið leikið. Það hafa kunnugir sagt
mér að menn hafi farið beint af leikæfingu í fiskiróður og
komið af skipsfjöl á leikæfingu. Þetta var að nenna að
leggja eitthvað á sig, vera lifandi bæði í leik og starfi.
Margir komu við sögu í þessari leikstarfsemi, mætti nefna
þar mörg nöfn, sem lifa í minningunni. Þá komu leikhæfi-
leikar Jóhönnu að góðum notum, hún þótti frábær að
segja til þeim, sem voru að leika, oft var hún hvíslari.
Mörg smáleikrit voru sýnd, og flestir muna frá þessum
árum leikritið Skuggasvein. Var hann oft leikinn í Olafs-
vík. Margir spreyttu sig á að leika Skuggasvein sjálfan,
þar hefur víst enginn tekið fram Sveini Einarssyni, sem
lék hann af mikilli innlifun og þreki.
Jóhanna hafði sérstakan næmleika fyrir hvernig hver
átti að túlka sitt hlutverk. Eitthvað lék hún sjálf, en aðal-