Breiðfirðingur - 01.04.1984, Page 173
BREIÐFIRÐINGUR
171
stundum. Þetta var í 42. skiptið sem boðið er til hátíðar-
samkomu eldri Breiðfirðinga og var hún fjölsótt.
Sumarferðin
Sumarferðin var farin í Þórsmörk 8.-10. júlí s. I. í
henni tóku þátt liðlega 50 manns. Var fólkið heppið með
veður og naut þess vel í faðmi fjallanna og þeirrar fegurð-
ar er Mörkin hefur upp á að bjóða. Var farið í leiki og
gönguferðir farnar, en slegið var upp tjöldum á flötinni
á móti Skagfjörðsskála.
Félagsstarfíð 1983-1984
Með haustinu hófst vetrarstarfið af fullum krafti að
nýju, 6 manna skemmtinefnd hafði verið kosin s. 1. vor,
hana skipa: Anna Albertsdóttir, Erla Hjartardóttir, Finn-
ur Finnsson, Svava Kjartansdóttir, Porsteinn Guðmunds-
son frá Barmi og Þorsteinn Guðmundsson, Grenigrund 6.
Náðst hafði samkomulag við Friðrik Karlsson í félags-
heimilinu Domus medica við Egilsgötu að halda flestar
samkomur félagsins þar þennan vetur. Brjár samkomur
voru fyrir jól með félagsvist og dansi. Auk þess var
minnst 45 ára afmælis félagsins á samkomu 18. nóvember,
en Breiðfirðingafélagið var stofnað 17. nóvember 1938,
sem eflaust er flestum kunnugt. Þetta kvöld sungu tvísöng
Árni Jóhannsson og Guðmundur Rögnvaldsson við undir-
leik Erlu Þórólfsdóttur og Gunnlaugur Valdimarsson fór
með gamanmál.
Jólatrésskemmtun var haldin 30. desember í samstarfi
við Átthagafélag Strandamanna. Aðsókn að þessum sam-
komum hefur verið minnkandi hjá báðum félögunum,
þess vegna var þessi nýbreytni ánægjuleg og báðum fé-
lögunum örugglega styrkur fjárhagslega. Þarna var góð
þátttaka og allir skemmtu sér vel. Jólasveinar komu í
heimsókn og gengið var í kringum fagurlega skreytt jóla-
tré og sungnir jólasöngvar við undirlcik góðrar tónlistar.
Um miðjan janúar var fitjað upp á nýju í félagslífinu,