Skírnir - 01.09.2013, Blaðsíða 103
SKÍRNXR
ÍSLENSK MÁLSTEFNA ...
333
orðum sem felld eru að málkerfinu. Á sínum tíma reyndu ýmsir að
koma að íslenskum orðum yfir algengustu mælieiningar, en niður-
staðan varð sú að nota tökuorð: kílógramm, desilítri, sentimetri og
svo framvegis (Kjartan G. Ottósson 1990:107-108). Sumir (t.d. þeir
Guðmundur Finnbogason og Þorsteinn Thorarensen) hafa reynt að
koma í gagnið íslenskum orðum um stefnur í listum, t.d. fyrir klass-
ísisma, barokk, rómantík, impressjónisma, en ljóst er að tökuorðin
hafa í flestum tilvikum farið með sigur af hólmi („endurreisn“ fyrir
„renaissance" er ein helsta undantekningin). Hinsvegar geta orð eins
og „abstrakt“ bögglast fyrir íslenskunni, en það er gjarnan notað
bæði sem lýsingarorð og nafnorð um óhlutbundna list og einnig um
hugsun. Orðið „afstraktmálari" fer ágætlega á íslensku en mörgum
þykir ófagurt að nota „abstrakt" sem óbeygt tökuorð, eins og þegar
sagt er: „Málverkin eru flest abstrakt". Mörg tökuorð sem notuð
eru í fræðilegu starfi eru algeng í almennri umræðu, allt eins þótt
einnig séu í notkun eldri íslensk orð eða nýyrði um fyrirbærin.
Orðið „strúktúr" fer ekki illa á íslensku, þótt stundum megi nota í
staðinn orð eins og „bygging" eða „smíð“. I fræðilegri umræðu er
orðinu stundum beitt þannig að það nær til innbyrðis tengsla forms
og merkingar og hefur nýyrðinu „formgerð" verið teflt fram til að
ná utan um þessa notkun. Á mínu fræðasviði eru bæði tökuorðið og
nýyrðið í notkun og menn tala líka jöfnum höndum um „strúkt-
úralisma" og „formgerðarstefnu“.
Önnur erlend orð og hugtök hafa skapað langtímavanda. Sem
dæmi um slíkt orð, sem mikilvægt er í fræðunum og einnig er oft á
kreiki í almennu tali og skrifum, er „ídentítet“, sem er í notkun á
ýmsum tungumálum en fer afar illa á íslensku, þótt reyna megi að
beygja það eins og „hret“. Það á rætur sínar í latneska orðinu
„idem“ („hið sama“). Oft er það þýtt sem „sjálfsmynd" á íslensku
og stundum sem „sjálfsvitund“, en þó að bæði þessi orð geti
stundum talist jafngild „ídentíteti", þá segir það sína sögu um vand-
ann að hvorugt þeirra er notað í skýringunni á „identity“ í Ensk-
íslenskri orðabók sem út kom 1984. Eins og víðar í þeirri bók er
gripið til þess að skýra hugtakið fremur en beinlínis þýða það.
Fyrsta merking er svo: „Það að vera sá sem maður er (en ekki ein-
hver annar), það að vera tiltekinn maður eða hlutur“, en önnur