Skírnir - 01.09.2013, Blaðsíða 122
352 GUÐJÓN ÓLAFSSON FRÁ SYÐSTU-MÖRK SKÍRNIR
segir einnig: „Sannar frásagnir um vígaferli, brennur, manndráp o.fl.
eru meginheild sögunnar, en margir urðu til þess að segja frá at-
burðunum, og flokka þá niður. Með þessum hætti voru þættir sög-
unnar fullsteyptir, þegar þeir voru fyrst ritaðir upp, og eru fleiri en
einn, sem unnu að því, og var það eitt með því fyrsta, sem ritað var
af söguþáttum hér á landi“ (Hermann Jónasson 1961: 76).
Meira úr riturn frœbimanna
Eins og fyrr var sagt hélt Einar Ól. Sveinsson því fram að sögurnar,
sem ýmsir aðrir fræðimenn hafa skrifað um, hafi höfundur Njálu
ekki notað við gerð hennar, enda hafi þær ekki verið til. En í ritum
hans kemur samt fram ýmislegt sem bendir til þess að Njáluhöf-
undur hafi notað ritaðar heimildir frá 12. öld.
I formála að Njáluútgáfu sinni, sem kom út árið 1954, segir
Einar: „Og loks voru svo rit, sem varðveittu söguefni um þá menn,
sem urðu svo söguhetjur hans, og er þar allra merkast ættartölu-
heimildin. Þar fann hann grúa staðreynda sem voru að vísu harla
sundurlausar“ (Einar Ól. Sveinsson 1954: cxv). Og skömmu síðar
segir hann: „Sagan skiptist greinilega í þrjá þriðjunga, og eru skilin
skýrari en önnur kaflaskil í sögunni" (Einar Ól. Sveinsson 1954:
cxxiii). Fyrsti þriðjungurinn, 1.-81. kapítuli, endar nákvæmlega þar
sem lokið er við að segja frá Gunnari og Kolskeggi bróður hans, en
næsti þriðjungur hefst á því að segja frá Þráni föður Höskulds
Hvítanesgoða og endar með vígi Höskulds. Síðasti kaflinn, hin eigin-
lega Njáls saga, hefst svo á 113. kapítula þar sem kynntur er til sög-
unnar Guðmundur hinn ríki á Möðruvöllum.
Þessum kaflaskiptum, sem Einar segir að sagan skiptist í, ber
saman við það sem segir í Njáludraumnum, að frumgerð Njálu hafi
verið í þremur bókum, Gunnars sögu, Höskulds sögu og Njáls sögu.
Nú viðurkennir Einar Ól. Sveinsson í bók sinni Um Njálu að
nokkur munur sé á stíl fyrri og síðari hluta Njálu. Gæti það ekki
stafað af því að annar maður hafi skrifað hina upphaflegu Gunnars
sögu en Njáls sögu? Gæti það hugsanlega verið ástæðan fyrir því
að nokkur munur sé á stíl fyrri og síðari hluta hinnar endanlegu
gerðar hennar?