Skírnir - 01.09.2013, Blaðsíða 174
404
HEIMIR PÁLSSON
SKÍRNIR
(.liðbál ,guH‘; draugr ,tré‘), baði sig en þyki þó of heitt; þetta heita vatn
vita menn að sprettur upp hjá jötnum, aur-epla jóðaþjóð eða ,stein-
barna þjóðinni' og mennirnir gleðjast í grunleysi. Sœrri er væntanlega
miðstig af sár og setningin merkir þá ,ekki verður eldurinn sárari (en
heita vatnið) mönnum sem skemmta sér (grunlausir)'. Kannski er þó
hér einmitt á ferðinni viðvörun: Þótt vatnið sé fyrst í stað með baðhita
er eldurinn að baki samt ógnvænlegur og hitinn mun vaxa.
4. erindi
Springa bjprg ok bungur
bergs, vinnask þá, stinnar
stór, ok hprga hrœrir
hjaldrborg, firar margir;
þytr er um Þundar glitni;
þrammak á fyr skpmmu,
en magna þys þegnar
þeir hvívetna fleiri,
þeir hvívetna fleiri.
Samantekt Þórhalls Vilmundarsonar.
Stór bjorg ok stinnar bergs bungur
springa, ok hprga hjaldrborg hrœrir; þá
vinnask margir firar; þytr er um
Þundar glitni; þrammak á fyr skgmmu;
en fleiri þeir þegnar magna þys hvívetna.
Stór björg og stinnar bergbungur
springa, og hin glymjandi fjallaborg
skelfur; þá farast margir menn; þytur
fer um árgljúfrin; ég þrammaði yfir ána
fyrir skömmu, en fleiri menn magna
ókyrrðina með öllum hætti.
í fjórða erindi magnast gosið með mannfalli, ár vaxa, Hallmundur
kveðst hafa þrammað á fyrir skömmu en nú sé þytur í árgljúfrunum.
„Fleiri menn magna ókyrrðina“ skýrir Þórhallur, en þeir menn sem
um ræðir eru reyndar kallaðir þegnar í texta kvæðisins og geta þess
vegna allt að eins verið jötnar og menn. Það er Hallmundur sem
talar og getur vel kallað félaga sína, jötnana,þegna, án þess þeir þurfi
þar með að vera þegnar einhvers tiltekins. — Á það skal bent að
kenningin Þimdar glitnir eða Þundar Glitnir, sem raunar væri eðli-
legra þar sem Glitnir var sérnafn á sal Forseta, er ekki einræð.
Þundar er annaðhvort eignarfall af árheitinu Þund sem einungis er
varðveitt í Grímnismálum eða eignarfall orðsins Þundur, sem er al-
gengt heiti Óðins. Þundar Glitnir gæti þá merkt ,höll Óðins', Val-
höll eða jafnvel himinhvolfið sjálft. Það síðastnefnda virðist þó eiga
sér fáar hliðstæður nema í kristnum kenningum, þar sem Kristur er
kallaður stjórnandi veðrahallar. Þó má ekki gleyma frábærri kenn-
ingu Hofgarða-Refs: hrannmara brautar fannar fárs salar framr
valdr sem virðist mega skýra svona: Hrönn = alda, mar (hestur)
hennar = skip, braut þess = haf,fönn þess = hafís,/úr (ógn) hans =