Skírnir - 01.09.2013, Blaðsíða 192
422
VAGINA ETERNA
SKÍRNIR
Frá því Kristín hélt sína fyrstu íkónasýningu á helgum meyjum,
erkienglum og öðru persónugalleríi eilífðarinnar árið 1994, fyrir
tæpum tuttugu árum, hefur myndheimur hennar tekið stöðugum
breytingum. Ikónaverkin voru aldrei nema hluti höfundarverksins
og samtímis urðu til olíumálverk á striga — sum mjög stór — sem
skörtuðu annars konar og persónulegri myndheimi. Ljóst er af mót-
tökum olíumálverkanna að mörgum þóttu þau ekki síður eftir-
sóknarverður áningarstaður í ati og hamagangi tímans. í eldri
málverkum Kristínar má finna endurtekin myndstef sem smám
saman mynduðu eins konar myndtáknabanka eða stafróf málarans,
ekki ósvipað reglufestu helgimynda. Sem dæmi má nefna andlegar
verur í undarlegri, draumkenndri náttúru sem kallast á við stílfært
landslag frumendurreisnarmálverka, margvíslegan jarðarinnar gróð-
ur, svo sem rósir og tré með samfléttaða boli, hvítskeggjaða öld-
unga með hárskúfa og í skóm með uppbrettri tá, fugla, opnar
bækur, að viðbættu því minni sem lengst af hefur verið fasti í
verkum Kristínar — móðir og barn. Stundum eru verurnar stað-
settar í framandi og eyðilegu fjallalandslagi, stundum er fjallanátt-
úran mannlaus með ókleifum og háskalegum klettabeltum, dölum
og dökkum ám, í hvítum, bláum og svörtum litum. Mörg málverk-
anna hafa yfir sér ævintýrablæ en daðra stöku sinnum við hið
martraðarkennda. Symbólisminn er þó aldrei alveg einhlítur í
myndheimi Kristínar og enda þótt finna megi ýmis kunn trúarleg
tákn, er samhengi þeirra persónulegt og notkun ekki endilega eftir
bókinni. Fyrir utan andrúmsloft sem einkennist sitt á hvað af dulúð
og tímaleysi eða sakleysi og hreinleika, hefur helsta kennimark mál-
verka Kristínar lengst af verið kynlausir, andlegir líkamar. Kyn-
leysið var að vísu oftast falið undir kyrtlum en ef um var að ræða
nakta líkama voru þeir stílfærðir í fegurð sinni, sannkallaðir engla-
kroppar með langa, granna útlimi og smættuð, bernsk kynfæri í
anda „gótíkur“. Þann andblæ tímaleysis sem einkennir mörg fyrri
verk Kristínar má ennfremur skýra af nostursamlegu handverki og
hinum langa tíma aga og yfirlegu sem innbyggður er í verkin og
hefur eflaust átt sinn hlut í aðdráttarafli verkanna.