Skírnir - 01.09.2013, Blaðsíða 110
340
EINAR KÁRASON
SKÍRNIR
Athugasemdir eins og þessar hafa mér þótt benda til að þar til
fyrir svona þrjúhundruð árum hafi menn almennt talið sig vita, og
enginn dregið í efa, að Sturla væri frumhöfundur Grettissögu. Sem
hefur kveikt þær vangaveltur hvort menn á þeim tímum hafi haft
einhverja vitneskju um þessi mál sem okkur sem nú lifum er ekki til-
tæk; hvort mönnum hafi þá jafnvel verið handbærar einhverjar
heimildir sem síðan hafa glatast. Eg hef stundum borið þetta upp
við mér fróðari menn sem hafa eðlilega spurt á móti hvaða heimildir
það gætu hafa verið? Þá hefur mér ekkert dottið í hug og þar með
hefur vangaveltunum lokið. En er ég las nú nýverið mér til mikils
fróðleiks og ánægju bók dr. Helga Guðmundssonar Handan bafs-
ins (Háskólaútgáfan, Reykjavík 2012) kviknuðu ákveðnar hug-
renningar.
I „Sturlu þætti" í Sturlungu, en hann fjallar um efri ár Sturlu
Þórðarsonar, segir svo: „Drottning spyr: Hvað þröng er þar fram á
þiljunum? Maður segir: Þar vilja menn heyra til sögu er hann Is-
lendingurinn segir. Hún mælti: Hvað sögu er það? Hann svarar:
Það er frá tröllkonu mikilli og er góð sagan enda er vel frá sagt. ...
En er menn voru mettir sendi drottning eftir Sturlu, bað hann koma
til sín og hafa með sér tröllkonusöguna.“
Það er þetta merkilega orðalag sem Helgi vekur athygli á: „og
hafa með sér tröllkonusöguna." Sem getur ekki merkt annað en að
hún hafi verið niður skrifuð, að Sturla hafa verið að lesa upp úr bók
eða af einhverjum blöðum — sem hann síðan átti að hafa með sér á
fund konungshjónanna. Og kviknar auðvitað strax forvitni um
hvaða rit það gæti hafa verið.
Annað rifjaðist upp við lestur bókar Helga, en það er að til eru
heimildir um að Sturla Þórðarson hafi ritað með eigin hendi, að ein-
hverju leyti í það minnsta, lögbókina Járnsíðu, sem hann svo kynnti,
við misgóðar undirtektir, á Alþingi árið 1271, þá nýsnúinn heim úr
Noregsferð sem tekið hafði átta ár. Heimildin er það merka rit
Crymogea sem Arngrímur Jónsson lærði er talinn hafa ritað um eða
laust eftir árið 1600. Og upplýsingar Arngríms um þetta mál koma
vel að merkja úr bók sem hann hafði undir höndum er hann reit
Crymogeu en er okkur ekki nema að litlu leyti tiltæk lengur, en það
er ævisaga Magnúsar Hákonarsonar lagabætis sem Sturla samdi á