Skírnir - 01.09.2013, Blaðsíða 134
364
ARNGRÍMUR VÍDALÍN
SKÍRNIR
og hinn með landfræðilegum eða andlegum mörkum er nauðsyn-
legur hluti af gangvirki ferðalýsingarinnar, án hans væri ekki hægt
að tala um ferðalag: „The “self” of the travel narrative is removed
from its familiar context and placed into strange or even dangerous
situations that may call for a rethinking of assumptions, whether
about the foreign culture or about its own“ (Williamsen 2005: 543-
544). Grundvallaratriði í þessu samhengi er að hið ófreska hvílir
alstaðar á jaðri hins þekkta heims á miðöldum, á heimskortum
(Edson 2005: 12-18; Kline 2005: 37-38), í ferðalýsingum,18 í guð-
fræðilegum ritum19 og í íslenskum fornritum,20 einsog nánar verður
að vikið. Raunar fundust skrímslin svo víða að:
18 T.d. hefur Sverrir Jakobsson (2006: 940) fjallað um þetta. Þessa finnst raunar
staður í ferðalýsingum frá öllum tímum, allt frá Ódysseifskviðu til Jóns Indíafara
og áfram. Þá má vitaskuld nefna paródíur á klassískar ferðalýsingar, t.a.m. Reisu-
bók Gúllívers sem sýna glögglega hversu útbreitt þetta minni er.
19 Sjá t.d. Friedman 2005: 47-53. Einnig má nefna dýrafræðibækur frá miðöldum
sem sýna ýmis furðudýr á meðal raunverulegra dýra og er þá hverju dýri gefið
allegórískt hlutverk innan sköpunarverksins. Flest þessi rit eru þýðingar runnar
af sama meiði og eru jafnan nefnd Physiologus. Ritið var m.a. þýtt á miðensku og
forníslensku (sjá The Middle English Physiologus og Physiologus í heimildaskrá).
Konrad von Megenberg fjallaði einnig um ófreskjur í Buch der Natur (um 1349).
Rudolf Simek varð mér úti um eftirfarandi tilvitnun sem ég get því miður ekki
útvegað rétta tilvísun í að svo stöddu. Hann lét einnig fylgja grófa þýðingu yfir
á ensku sem kemur þeim vel sem ekki lesa miðþýsku:
nu sprich ich Megenbergær, daz die wundermenschen zwaierlai sint: etleich
sint gesélet und etleich niht. die gesélten wundermenschen haiz ich die ain
menschleich sél habent und die doch geprechen habent. die ungesélten haiz ich
die etswaz ain menschleich gestalt habent an dem leib und doch kain mensc-
hleich sél habent. die gesélten wundermenschen sint auch zwaierlai. etleich ha-
bent geprechen an dem leib und etleich an der sél werk, und die koment
paideu von Adam und von seinen siinden, wan ich glaub daz: hiet der érst
mensch niht gesunt, all menschen wæren án geprechen geporn.
monsters are 2fold, some with soul, some without, The ones with a soul I call
human, despite being handcapped, the ones without soul may have traces of
human appearance, but no soul. The ones with soul also are 2fold: some hand-
icapped in body, others in soul, but both stemfrom Adam and his sins, because I
believe that if Adam hadn’t sinned, allpeople would be born without handcap.
20 Að sögunum ótöldum má auðvitað nefna Konungs skuggsjá, en þar er bæði talað
um skrímsl í Grænlandshöfum og svo spurt hvers vegna menn leggi sig í lífs-
háska við að ferðast um þær slóðir. Þrjár ástæður eru nefndar fyrir því: kapp og
frægð, forvitni og loks þau fjárföng sem þangað má sækja (Konungs skuggsjá
1955: 52-57).