Skírnir - 01.09.2013, Blaðsíða 180
410
HEIMIR PÁLSSON
SKÍRNIR
Öll önnur dæmi sem fundin verða í Lexicon Poeticum benda ann-
ars til þess aðflotnar merki ,menn‘. Er þá túlkun skýrenda eðlileg,
en hugsanlega gerð af nokkru fljótræði.
Þegar Jón Thoroddsen orti frægt kvæði sitt um Krumma, sem
svaf í klettagjá, mótaði hann spurninguna og lagði í munn hrafn-
inum: „Hvað á hrafn að eta?“ en ekki „Hvað á maður að eta?“
Skáldinu var að sjálfsögðu ljóst að hér réð úrslitum hver talaði. Og
í Hallmundarkviðu verður að gæta að því. Þegar Hallmundur segir
ek vísar það að sjálfsögðu til hans, og þegar hann segir oss merkir það
,okkur jötna', ekki ,okkur menn', þótt skáldið sé kannski í alvörunni
maður. Þegar talað er um að Þór valdi flotna fári er vitanlega ekki
verið að tala um ógæfu mannanna heldur jötnanna. Þór, sem úti á
meginlandinu hafði það hlutverk að verja menn og guði fyrir venju-
legum jötnum, hefur á eldgosaeyjunni fengið aukið hlutverk: að
vernda fyrir eldjötninum.
Þannig má reyndar halda áfram við skýringar vísunnar. Hið
undanskilda frumlag í setningunni „kveða oss at einu illt at senna við
hann“ er að sjálfsögðu ekki síður jötnar en menn, jötnar kveða oss
(jötnum) hljótist einungis illt af að deila við hann.
I sjöunda vísuorði þessa erindis er höfuðpaur eldgossins loks
nefndur á nafn, sjálfur Surtur. Áður hafa fylgt honum lýsingarorðin
sámr, kámr og ámr en nú er hann einfaldlega enn svarti Surtr. Hann
er reyndar gjarna nefndur eldjötunn þegar rætt er um goðafræði og
látið eins og hann sé sjálfkjörinn herforingi í tortímingarliðinu.
Snorri kynnir hann þannig í Uppsala-Eddu:14
Fyrst var þó Múspellsheimr, sá er svá heitir. Hann er ljóss ok heitr ok ófœrt
er þar útlendum mpnnum. Surtr ræðr þar fyrir ok sitr á heimsenda. Hann
hefir loganda sverð í hendi, ok í enda veraldar mun hann koma ok sigra pll
goðin ok brenna heiminn með eldi. (Snorri Sturluson 2012: 14)
Þetta er nokkurn veginn orðrétt eins í Konungsbók Eddu, og á
báðum stöðum stutt með tilvitnun úr Völuspá. Upphaf hennar
14 Tvær gerðir Eddu, Konungsbókargerð (að mestu varðveitt í þrem skinnhand-
ritum) og Uppsalagerð (varðveitt í einu handriti) eru að miklu leyti samhljóða en
ber nokkuð á milli á stundum. Sjá Heimi Pálsson 2012 og 2013.