Skírnir - 01.09.2013, Blaðsíða 142
372
ARNGRÍMUR VÍDALÍN
SKÍRNIR
hlýtur með öllum gildum rökum að teljast yfirnáttúrlegust og
hættulegust allra vætta.35
Þrátt fyrir það er ekki hægt að segja að fólk hafi ekki beinlínis
búist við afturgöngum þar sem ýmsar varúðarráðstafanir voru
gerðar til að hindra hinn látna í að snúa aftur frá dauðum. Slíkar
ráðstafanir gerir Arnkell sonur Þórólfs við lík hans:
Gekk Arnkell nú inn í eldaskálann ok svá inn eptir setinu á bak Þórólfi;
hann bað hvern at varask at ganga framan at honum, meðan honum váru eigi
nábjargir veittar; tók Arnkell þá í herðar Þórólfi, ok varð hann at kenna
aflsmunar, áðr hann kœmi honum undir; síðan sveipaði hann klæðum at
hpfði Þórólfi ok bjó um hann eptir siðvenju. Eptir þat lét hann brjóta vegg-
inn á bak honum ok draga hann þar út. Síðan váru yxn fyrir sleða beittir;
var Þórólfr þar í lagiðr, ok óku honum upp í Þórsárdal, ok var þat eigi
þrautarlaust, áðr hann kom í þann stað, sem hann skyldi vera; dysjuðu þeir
Þórólf þar rammliga. (Eyrbyggja saga 1935: k. 33)
Hér er e.t.v. mest um vert að hann gætir þess að enginn líti í augu
Þórólfs svo að enginn bíði skaða af (Ármann Jakobsson 2010: 204)
líkt og gerist í ýmsum öðrum sögum.36 En ráðstafanir Arnkels eru
til einskis gerðar; nautgripirnir sem draga líkið að greftrun-
arstaðnum verða trollriða37 og allur búfénaður sem kemur nærri
haugnum verður ær. Fljótlega gengur Þórólfr aftur svo enginn er
óhultur eftir ljósaskipti. Fólk týnir lífinu og af óljósum ástæðum er
það allt greftrað með Þórólfi og sést upp frá því ekki nema í hans för-
uneyti (Eyrbyggja saga 1935: k. 34). Þessu vindur fram uns allir bæir
í sveitinni hafa lagst í eyði, en eftir það er lík Þórólfs flutt annað og
gengur ekki aftur á meðan Arnkell lifir.
Þórólfr snýr hinsvegar aftur eftir dauða Arnkels og tekur upp
þráðinn svo að segja þaðan sem frá var horfið uns fólk fær endan-
lega nóg af djöfulganginum og brennir líkið, þó ekki án vandkvæða
þar sem eldurinn virðist ekki bíta á það í fyrstu. Þegar líkinu svo
35 Ármann Jakobsson (2010: 192) bendir á að ,,[ó]vættur er þeim mun magnaðri
eftir því sem erfiðara verður að flokka hana, skilgreina eða gefa nafn“.
36 Líklega er besta dæmið um það glíma Grettis við afturgönguna Glám, en Torfi
Tulinius (1999: 292 o.áfr.) hefur fjallað ítarlega um þá viðureign.
37 Bókstaflega: riðið af tröllum; stjórnað af djöflum, andsetin.