Skírnir

Volume

Skírnir - 01.09.2013, Page 142

Skírnir - 01.09.2013, Page 142
372 ARNGRÍMUR VÍDALÍN SKÍRNIR hlýtur með öllum gildum rökum að teljast yfirnáttúrlegust og hættulegust allra vætta.35 Þrátt fyrir það er ekki hægt að segja að fólk hafi ekki beinlínis búist við afturgöngum þar sem ýmsar varúðarráðstafanir voru gerðar til að hindra hinn látna í að snúa aftur frá dauðum. Slíkar ráðstafanir gerir Arnkell sonur Þórólfs við lík hans: Gekk Arnkell nú inn í eldaskálann ok svá inn eptir setinu á bak Þórólfi; hann bað hvern at varask at ganga framan at honum, meðan honum váru eigi nábjargir veittar; tók Arnkell þá í herðar Þórólfi, ok varð hann at kenna aflsmunar, áðr hann kœmi honum undir; síðan sveipaði hann klæðum at hpfði Þórólfi ok bjó um hann eptir siðvenju. Eptir þat lét hann brjóta vegg- inn á bak honum ok draga hann þar út. Síðan váru yxn fyrir sleða beittir; var Þórólfr þar í lagiðr, ok óku honum upp í Þórsárdal, ok var þat eigi þrautarlaust, áðr hann kom í þann stað, sem hann skyldi vera; dysjuðu þeir Þórólf þar rammliga. (Eyrbyggja saga 1935: k. 33) Hér er e.t.v. mest um vert að hann gætir þess að enginn líti í augu Þórólfs svo að enginn bíði skaða af (Ármann Jakobsson 2010: 204) líkt og gerist í ýmsum öðrum sögum.36 En ráðstafanir Arnkels eru til einskis gerðar; nautgripirnir sem draga líkið að greftrun- arstaðnum verða trollriða37 og allur búfénaður sem kemur nærri haugnum verður ær. Fljótlega gengur Þórólfr aftur svo enginn er óhultur eftir ljósaskipti. Fólk týnir lífinu og af óljósum ástæðum er það allt greftrað með Þórólfi og sést upp frá því ekki nema í hans för- uneyti (Eyrbyggja saga 1935: k. 34). Þessu vindur fram uns allir bæir í sveitinni hafa lagst í eyði, en eftir það er lík Þórólfs flutt annað og gengur ekki aftur á meðan Arnkell lifir. Þórólfr snýr hinsvegar aftur eftir dauða Arnkels og tekur upp þráðinn svo að segja þaðan sem frá var horfið uns fólk fær endan- lega nóg af djöfulganginum og brennir líkið, þó ekki án vandkvæða þar sem eldurinn virðist ekki bíta á það í fyrstu. Þegar líkinu svo 35 Ármann Jakobsson (2010: 192) bendir á að ,,[ó]vættur er þeim mun magnaðri eftir því sem erfiðara verður að flokka hana, skilgreina eða gefa nafn“. 36 Líklega er besta dæmið um það glíma Grettis við afturgönguna Glám, en Torfi Tulinius (1999: 292 o.áfr.) hefur fjallað ítarlega um þá viðureign. 37 Bókstaflega: riðið af tröllum; stjórnað af djöflum, andsetin.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.