Skírnir - 01.09.2013, Blaðsíða 173
SKÍRNIR
SURTUR OG ÞÓR
403
Hér eru aðeins þrjú mál og lítill vafi á hvernig skýra skal. Nú er
eldur uppi, en hann er kámr ,dökkur‘ og er ástæða til að taka eftur
því lo., ekki síst þar eð þessi dökki eldur veldur því að gnýr er of
sáman sxri seima ,það er hávaði kringum dökkan sáðmann gullsins'
(höfðingjann). Það er vissulega hugsanlegt að skýra, eins og Þór-
hallur gerir, sœri seima sem venjulega mannkenningu, en algengara
er að kenna höfðingja, eða viðtakanda kvæðisins sem sáðmann auð-
æfa. Hér þykir mér eðlilegast að skýra svo að þessi orð eigi við eld-
jötuninn. Réttu nafni hans hæfir vel notkun lýsingarorðsins sámr.
Nú talar Hallmundur í 1. persónu og segist lýsa því svo að hin
áma eimyrja hrjóti upp skjótliga. Vitanlega er líka hægt skv. orðanna
hljóðan að gera hann virkan og skýra þar með sagnyrðinguna ek lœt
eins og í nútímamáli væri: ég lœt hraunsletturnar hrjóta upp. Þar
sem mælandinn er óvirkur þar til undir lok kvæðisins, fylgi ég Þór-
halli hér. I sama erindinu birtist þriðja lýsingarorðið sem merkir
,dimmur‘ eða ,dökkur‘ (sámr, kámr og ámrj. Síðustu vísuorðin eru
ágætlega skáldleg, hvort sem Hrungnis hurðir eru látnar merkja
,skjöld Hrungnis* þ.e. ,stein‘ og vísað til þess að hurð er oft notuð
í skjaldarkenningum — eða þá hitt (sem er einfaldara) að hurbir
Hrungnis merki einfaldlega grjót, af því að jötnar eins og Hrungnir
búa í klettum eða fjöllum.
Hljóðsamt merkir að sjálfsögðu ,hávaðasamt‘ og má segja að
talsvert gangi á þegar háværar glóðirnar fjúka um hurðir jötnanna.
3. erindi
Laugask lyptidraugar
liðbáls at þat síðan,
vptn koma heldr of hplda
heit, í foldar sveita;
þat spretta upp und epla
aur-þjóð vitu jóða;
hyrr munat hpldum særri
heitr, þars fyrða teitir,
heitr, þars fyrða teitir.
Samantekt Þórhalls Vilmundarsonar.
Liðbáls lyptidraugar laugask síðan at
þat í foldar sveita; v<?tn koma heldr
heit of hplda; þat vitu (,vita menn‘)
spretta upp und aur-epla-jóða þjóð;
heitr hyrr munat hpldum særri
(,sárari‘), þars fyrða teitir. —- (Sviga-
greinar eru mínar viðbætur, HP).
Þriðja erindi greinir frá bráðnun íss og myndun heitra vatnsfalla,
væntanlega undan hrauninu, þar sem lyftidraugar liðbáls, mennirnir