Ný Dögun - 01.11.1992, Qupperneq 3

Ný Dögun - 01.11.1992, Qupperneq 3
/vjý Dögua Frá ritstjóra Ágætu lesendur Nú kemur út annað tímarit Nýrrar Dögunar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð í Reykjavík. Hið fyrra kom út í nóvember í fyrra. Það kom út í 2000 eintökum og er uppselt. Ný Dögun er um þessar mundir að halda upp á 5 ára afmæli sitt og stendur því á vissum krossgötum. Samtökin hafa flutt sig um set út safnaðarheimili Laugarneskirkju, þar sem við áttum athvarf um nokkurra ára skeið, en nú erum við staðsett í Þing- holtsstræti 3, í húsnæði Rauða Krossins. Síminn þar er: 22230. Þar verða samverur á þriðjudagskvöldum. Fræðslustarfsemi samtakanna hefur verið vel tekið og við höfum flutt fjölda fyrirlestra um land allt, auk þess sem við höfum staðið fyrir námskeiðum og námstefnum. Við höfum meðvitað verið að skoða hugmyndafræði missis síðustu misserin og höfum lagt áherslu á, að missisviðbrögð komi fram ekki einvörðungu við missi í dauða, heldum líka við aðrar aðstæður í lífinu. Þetta má sjá í efni þessa tímarits. Jafnframt erum við upptekin af skoðun á því, hvernig hjálpar- og stuðningsaðilar taki á stuðningi við syrgjendur. Er þar bæði átt við fagfólk annars vegar og fjölskyldu og samfélag hins vegar. Ástæða er til að þakka stuðningsaðilum þessa tímarits sérstaklega, s vo og þeim bæjar- og sveitafélögum, sem sýnt hafa málefnum syrgjenda stuðning. Of langt mál yrði að telja upp alla þessa aðila hér, en þeir standa hjarta okkar nærri. Að lokum er vert að geta þess, að Ný Dögun býður velkomna til samstarfs alla þá, sem bera hag syrgjenda fyrir brjósti. Okkur vantar alltaf sjálfboðaliða á opin hús og fagfólk, sem er tilbúið að leggja okkur til einhvern hluta af tíma sínum, hugmyndum og orku. Loks er það von mín, að þetta tímarit verði hjálplegt innlegg í umræður um málefni syrgjenda á Islandi. Njótið heil! Bragi Skúlason formaður fræðslunefndar Nýrrar Dögunar

x

Ný Dögun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.