Ný Dögun - 01.11.1992, Qupperneq 6

Ný Dögun - 01.11.1992, Qupperneq 6
/Oý Dögun <AI»r\e»'\i'\+ wm so»*ga)*|-e»»lið Við missinn sjálfan kemur fram lost, doði og afneitun, sem segja má að sé fyrsta þrepið. Þar koma fram tilfinningar á borð við: „Sjúk- dómsgreiningin er röng". „Þetta getur ekki verið". „Einhverjum hefur orðið á mistök". „Ég vil ekki trúa þessu". Áfallið við missinn er það mikið að syrgjandinn verður til- finningalega dofinn. Þetta er aðferð náttúr- unnar við að lina þjáningu syrgjandans fyrstu dagana. Smám saman hverfur þessi doði og sannleikur sorgarinnar kemst að. lAircIS +Í l-pi K\K\Í K\0C\ Þegar syrgjandinn horfist í augu við missinn og staðreynd hans, á sér yfirleitt stað útrás tilfinninga. Flestir gráta, verða óttaslegnir vegna hins ókomna, viðbragða annarra, og sinna eigin viðbragða. Flestum líður betur eftir að hafa grátið og losað um sársaukann. Þó hefur grátur verið litinn hornauga, sér- staklega hjá karlmönnum. Sumt fólk er einnig mjög upptekið af að „standa sig" og sýna ekki veikleikamerki. Þannig, stundum óafavitandi, horfist það ekki augu við miss- inn og er í raun enn að afneita staðreyndum. L-fkamleg emkenni Hjá syrgjandanum geta komið fram mörg líkamleg einkenni: Hjartsláttartruflanir, öndunarerfiðleikar, andvörp, máttleysi, breyttar matarvenjur/lyst, sífelld þreyta, svefntruflanir og svefnleysi, martraðir/ erf- iðir draumar, grátköst. Sjúkdómar og veik- indi eru mikið algengari hjá syrgjendum en hjá öðru fólki, vegna þess álags, sem sorginni fylgir. Depurð Þá liggur leið sorgarferilsins um dalinn dimma, depurðina og þrúgandi tilfinningar. Eirðarleysi, tómleiki, einmanaleiki, þung- lyndi, vonleysi, tilgangsleysi lífsins og sjálfs- morðshugleiðingar eru meðal tilfinninga sem herja á syrgjandann. Sek+ Fæstir syrgjendur komast hjá sektarkennd í einhverri mynd. „Sektarkenndin er þörf fyrir stjórn, að geta endurskapað andartakið sem hefði breytt öllu. Hún bendir okkur á eitthvað sem við getum beint reiði okkar að. Hún leitar að tilgangi / merkingu í aðstæðum, sem virðast tilgangslausar/merkingarlausar" (2) og að svarinu við spurningunni „hvers vegna?". Áleitnar spurningar koma einnig upp s.s. „af hverju var ég ekki heima?", „af hverju sá ég þetta ekki fyrir?", „ef ég hefði bara farið fyrr til læknisins", þetta endalausa ef. Vegna þess að flestum okkar hefur verið kennt það frá blautu barnsbeini að Guð sé réttlátur og að maður uppskeri eins og maður sáir, fer mikill tími og fyrirhöfn hjá syrgj- andanum í að leita orsaka missisins í ein- hverju, sem hann gerði, eða gerði ekki. Syrgjandinn finnur einnig til sektarkenndar yfir því að líða vel og finnst hann vera að bregðast barninu með því. Reiði Hér er syrgjandinn farinn að átta sig á því að í flestum tilfellum orsakaðist missirinn ekki af einhverju, sem hann gerði, eða gerði ekki og er farinn að breyta sektarkenndinni í reiði. „Reiði er tilfinning, sem við upplifum þegar við meðtökum eitthvað sem við viljum ekki meðtaka. Reiðin er líka tilfinning, sem við finnum, þegar við öðlumst ekki það sem við sækjumst eftir". (2) Reiðin beinist gegn syrgjandanum sjálfum, barninu, maka, aðstandendum, læknum og hjúkrunarliði, sem önnuðust barnið, þeim sem önnuðust móðurina á meðgöngunni og jafnvel Guði. Reiði syrgjandans fer oft í þann farveg að hann spyr spurninga svo sem „hvers vegna ég?", „hvað gerði ég til að verðskulda þetta?" „af hverju barnið mitt?". 6

x

Ný Dögun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.