Ný Dögun - 01.11.1992, Page 10

Ný Dögun - 01.11.1992, Page 10
/Slý TDogun. 'Hlu+verk lög>*eglui Hlutverki lögreglu er lýst þannig í réttarfars- lögunum (L 74/1974), að lögreglan haldi uppi lögum og reglu, greiði götu manna, þar sem það á við, stemmi stigu við ólög- mætri hegðun, vinni að uppljóstran brota, sem framin eru og sé rannsóknardómara til aðstoðar í hvívetna. Slysa- og mannskaða- Kannsóknii*: Um slys og ófarir er sérstaklega fjallað í 12. tl. 2. gr. 1.74/1974, þar sem kveðið er á um, að slys og aðrar ófarir skuli sæta lögreglu- rannsókn að hætti opinberra mála. Lögreglan í Reykjavík hefur gefið út ítarlegar leiðbein- ingar og starfsreglur fyrir rannsóknarlög- reglumenn og almenna lögreglumenn varðandi slysarannsóknir, sem finna má í handbókum lögreglumanna. A síðustu árum hefur auk þess ýmislegt verið gert hjá lögreglunni í Reykjavík til að gera lögreglu- menn sem hæfasta og best búna til að takast á við þessi verkefni. Má þar nefna fundi lögreglunnar með Samtökum um sorg og sorgarviðbrögð, slysahjálpar- og björgunar- búnaður hefur verið aukinn, fyrstu viðbrögð lögreglumanna hafa verið betur skilgreind og fræðslu- og námskeiðahald hefur farið fram og nú stendur reyndar yfir yfirgrips- mikið námskeið fyrir lögreglumenn varðandi þessi málefni. Um mannskaðaskýrslur og rannsókn á fundnum líkum er fjallað skv. lögum nr. 42 fráárinu 1913. „Mannskaði"erþað, ef maður deyr voveiflega. Með því er átt við bráðan bana, er hlýst af einhverri annarri orsök en sjúkdómi, hvort heldur er um slys að ræða eða sjálfsmorð, eða manndráp. Löggæslu- maður á, skv. lögum þessum, að rannsaka fundin lík og dauðdaga þeirra, er deyja voveiflega. Ef löggæslumanni er tilkynnt, eða honum f ærðar líkur fyrir þ ví, að einhver hafi dáið voveiflega, eða lík hefur fundist, þá skal hann rannsaka, svo fljótt sem verða má, hvernig dauðann hefur borðið að hönd- um. Hann skal grennslast eftir því, hverjir 10 hafa síðast séð hinn látna á lífi eða verið viðstaddir þegar hann lét lífið, eða fundið líkið, hann skal strax spyrja þá af þessum mönnum, sem til næst í svipinn, hvað þeir viti um hinn látna mann og dauðdaga hans. Óy\v\i\r kels+u lagaa+>*iðini a) Lögregla skal kveðja til lækni til að skoða líkið með sér. b) Lögregla ákveður hvort lík sé krufið, en það skal jafnan gert ef nokkur minnsti vafi getur leikið á því, hvað manninum hafi orðið að bana. Fjallað er um líkskoðun í 106. gr. 1.74/ 1974. Þar segir að líkskoðun skuli fara fram, ef lögreglustjóri (rannsóknarlög- reglustjóri ríkisins), dómari eða ríkis- saksóknari telur nauðsynlegt. Réttarkrufningu má einungis fram- kvæma samkvæmt úrskurði dómara, nema nánasti venslamaður eða nánustu venslamenn leyfi, þegar ástæða þykir til vegna öflunar sönnunargagna. c) Lögregla ræður í samráði við lækni hvar lík er geymt og hvernig um það er búið. d) Þegar líkrannsókn er lokið, þ.e.a.s. þegar búið er eins og hægt er, að leita dánarorsakar, skal læknir gefa út dánarvottorð. Ekki má gera útför manns fyrr en rannsókn hefur farið fram og dánarvottorð verið gefið út. e) í janúarmánuði ár hvert skal hver löggæslumaður semja mannskaða- lýsingu fyrir liðna árið og senda Hagstofunni. Lögreglan í Reykjavík gaf á síðasta ári út nýjar leiðbeiningar varðandi dauðsföll í heimahúsum, þar sem reynt er að skilgreina betur en áður á milli eðlilegra dauðsfalla og voveiflegra. Ef allt bendir til þess að um eðlilegt dauðsfall sé að ræða nægir sam- kvæmt reglunum að héraðslæknir fari inn í íbúðina en lögregla bíði fyrir utan, nema héraðslæknir telji ástæðu til lögreglurann- sóknar.

x

Ný Dögun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.