Ný Dögun - 01.11.1992, Side 17
/*0ý IDögun
5. fínattgKuM
Oft fer sjúklingur í gegnum annað þung-
lyndistímabil um það leiti sem hann út-
skrifast frá endurhæfingardeild, en stundum
geristþetta í tengslum við fyrsta helgarleyfið,
þegar hann mætir fjölskyldunni heima við
gjörbreyttar aðstæður, þ.e. bundinn hjóla-
stól.
Hann kemur þá úr vernduðu umhverfi
meðal annarra einstaklinga í hjólastól og
starfsfólks sem lítur á hann sem „ venjulegan "
einstakling, en ekki bara sem fatlaðan hjóla-
stólsbundinn einstakling.
Hann dembist nú út í iðu þjóðfélagsins
meðal hinna svokölluðu „heilbrigðu" ein-
staklinga, þar sem ef til vill er starað á hann,
hann er hunsaður og talað er yfir hann, eða
hann er jafnvel meðhöndlaður eins og eitt-
hvert viðundur eða fyrirbæri.
Sem afleiðing af þessu öllu er tilhneigingin
sú að hinn fatlaði lokar sig inni, einangrar
sig frá öllu samneyti við fólk og frá öllu
félagslífi.
Það er mjög mikilvægt að yfirvinna þessa
hindrun og h vatning frá fjölskyldu og vinum
er því nauðsynleg til að hinn fatlaði þori að
fara út og taka þátt í félagslífi, fara í bíó, í
leikhús, veitingahús o.þ.h.
Samningar
A tímabili reyna margir að fara samnings-
leiðina bæði við guð og menn, þeir biðja til
guðs og reyna að semja, bara ef þeir nái bata
aftur muni þeir bæta sig og þeir gefa ýmis
loforð í því sambandi. Þeir reyna alls konar
leiðir, s.s. breytt mataræði, huglækningar,
orkusteina, að beðið sé fyrir þeim, að heitið
sé á einhvern/eitthvað, bara ef... þeir nái
bata að nýju.
Á þessu stigi eru þessir sjúklingar e.t.v. mjög
virkir og duglegir í endurhæfingu og vinna
af hörku, en markmið þeirra eru hins vegar
ekki alltaf í samræmi við raunveruleikann
og markmið sjúklingsins og þjálfarans fara
þá ekki alltaf saman.
Oft er það svo að þegar sjúklingurinn sér að
samningsleiðin gengur ekki upp og hann
nær ekki þeim árangri sem hann ætlaði sér,
getur hann orðið þunglyndur og áhugalaus
í þjálfun/æfingum, af því að honum finnst
að þjálfunin gagni sér ekki og hafi engan
tilgang.
6. ýAðlögtm
Gagnkvæmt traust er grundvöllur árangurs-
ríkrar meðferðar og árangurs í endurhæf-
ingu. Það er mjög mikilvægt að starfsfólk
sýni mikinn áhuga og hafi þekkingu á starfi
sínu til að sjúklingurinn öðlist traust á starfs-
fólkinu.
Endurhæfingin er flókin og krefst góðrar,
faglegrar þekkingar og reynslu og góðrar
samvinnu margra faghópa innan heilbrigðis-
kerfisins. Viðendurhæfingunaþarfaðleggja
áherslu á alhliða og öfluga þjálfun og með-
ferð og það er mjög mikilvægt að sjúklingur-
inn sjálfur sé virkur og ábyrgur.
Með því aukast líkurnar á að hann nái að
verða virkur og sjálfbjarga þar sem það er
raunhæft og komist aftur út í þjóðfélagið
eins fljótt og mögulegt er sem virkur þjóð-
félagsþegn.
Til að geta unnið árangursríkt starf í hópi er
gagnkvæm virðing og skilningur á starfi
annarra í hópnum grundvallaratriði.
Miðdepillinn í hópnum og mikilvægasti
meðlimur hans er auðvitað sjúklingurinn
sjálfur.
Trúnaðartraust er hægt að byggja upp með
umhyggju og heiðarleika.
í byrjun endurhæfingatímabilsins er sjúkl-
ingurinn venjulega fyrstog fremst upptekinn
af eigin ástandi, eigin viðbrögðum við með-
ferð og framförum.
Það er nauðsynlegt að gefa honum skil-
merkilegar skýringar á þeim aðferðum sem
notaðar eru og hvers vegna. Hann verður að
öðlast skilning á tilgangi meðferðarinnar.
Það er mjög mikilvægt að starfsfólkið sé
þolinmótt og bjartsýnt þrátt fyrir að sjúkl-
ingurinn geti stundum virst kvartsár, hrædd-
ur, latur eða vonsvikinn. Við verðum að
geta mætt sjúklingnum á því stigi sem hann
er, skilið tilfinningar hans og hvers vegna
hann bregst við eins og hann gerir.
17