Ný Dögun - 01.11.1992, Qupperneq 20

Ný Dögun - 01.11.1992, Qupperneq 20
/sJý D&gun. 10. missi En hvað finnst hinum fötluðu sjálfum? Hér koma nokkur dæmi: „Ég var 16 ára, mér þótti gaman að dansa og fór mikið á skíði. Ég þekkti engan sem var fatlaður og hafði varla nokkurn tíma séð hjólastól. Sú geysilega brey ting á lífsháttum og líkams- ástandi sem mænuskaði hefur í för með sér hlýtur að valda miklu andlegu álagi. Á meðan við lærum að pissa og klæða okkur, bíður fagfólkið eftir því að „sáiin" jafni sig, aðlagist og sætti sig við ástandið. Ég held að við sættum okkur aldrei alveg við þessa breytingu, en flestir læra að lifa með henni á einhvern hátt. Við erum hressileg í framkomu og öllum finnst við vera svo dugleg. Fyrir okkur verður þessi hressilega brynja aðferð til að lifa af. Við plötum okkur sjálf næstum eins mikið og við plötum ykkur". „Við sem erum fötluð höfum lært að taka lífið ekki sem sjálfsagðan hlut. Við höfum lært að gleðjast yfir því smáa í tilverunni. Það er gjöf sem við höfum fengið, vissulega eftir mikinn missi". 11. TTilgangu»* „Á okkar dögum velta margir fyrir sér hinni eilífu spurningu um TILGANG LÍFSINS, þessarar stóru og óleysanlegu gátu, sem hefur fangað mannkynið allt frá upphafi tímans. Nú, á dögum umferðaráróðurs, er mænu- sköðum og þá sérstaklega hálssköðum, lýst sem örlögum, sem eru ef til vill ekki verri en dauðinn, en um það bil jafn slæmum. Áherslan er lögð á hið hræðilega, tilgangs- lausa og vonlausa við að hljóta mænuskaða. Það er hægt að nota okkur sem grýlur, „umferðargrýlur" til að hræða annað ungt fólk frá því að aðhafast eitthvað, sem gæti leitt til sömu örlaga. En lífið sem mænuskaðaður einstaklingur er ekki tilgangslaust, það er ríkt, virkt og fullt af góðum og slæmum dögum eins og líf allra annarra. Líf mitt, líf okkar allra sem erum mænu- sköðuð hefur auðvitað tilgang. Við eigum bágt, við eigum gott, við hötum og elskum, við grátum og hlæjum, okkur leiðist og okkur þykir gaman, við sláumst og berjumst, við sigrum og töpum, NEMA HVAÐ?" 12. ;Að sigra í rauninni held ég að hún Ásdís Jenna segi í hnotskurn í ljóði sínu „ AÐ SIGRA" allt sem ég hef verið að reyna að segja um sorgina og hvernig hægt er að sigrast á henni: Stundum kemur örvæntingin til mín eins og refsinorn og öskrar í eyru mín: Þú getur ekki gengið, þú getur ekki notað hendur þínar Þegar sorgin sker hjart mitt heyri ég hlýja rödd hvísla: Hugur þinn skynjar heiminn í sárustu sorg og dýpstu gleði. Og ég finn kærleika umvefja mig í nálægð vina minna eins og stjörnur jóla sem lýsa sáttfúsum augum okkar. Og lífsgleði mín kemur á ný og sigrar. (Ásdís Jenna Ástráðsdóttir (1989) úr bókinni: ÉG HUGSA EINS OG ÞIÐ). 20

x

Ný Dögun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.