Ný Dögun - 01.11.1992, Qupperneq 23
A)ý Dðgurv
sitt úr slíðrum og vildi fyrirfara sér, en Páll
stöðvaði hann og síðan var hann skírður og
allt hans fólk. Þarna var maður, sem vildi
fremur deyja, en að lifa við skömm.
Ennfremur er vert að geta um þá skoðun,
sem finna má í Nýja testamentinu, að dauð-
inn geti verið ávinningur. Ekki þannig, að
sjálfsvíg sé lausnin, heldur að það sé svo
miklu betra að deyja og fá að vera hjá Kristi.
11. kafla bréfs Páls postula til Filippímanna,
versunum 19-26 má sjá þetta.
Þar segir m.a.://...lífið er mér Kristur og
dauðinn ávinningur. En eigi ég áfram að lifa
á jörðinni, þá verður meiri árangur af starfi
mínu. Veit ég eigi hvort ég á heldur að kjósa.
Ég á úr tvennu vöndu að ráða: Mig langar til
að fara héðan og vera með Kristi, því að það
væri miklu betra.
En yðar vegna er það nauðsynlegra, að ég
haldi áfram aðlifa hér á jörðu..." Páll postuli
dó píslarvættisdauða.
Same.igin\e.gat* áWe.nsiu^
Frásagnir Biblíunnar eiga sér nokkur atriði
sameiginleg:
1) Ef sjálfsvíg fylgir hörmungum í stríði,
eða niðurlægingu, sem leiðir af sér
dauða eða pyntingar, þá flokkast
sjálfsvígið undir „dauða með sæmd".
2) Þeir, sem eru vitni að sjálfsvíginu og
sá, sem segir frá, líta á sjálfsvígið á
sama hátt og önnur dauðsföll. Þar sem
talað er um greftrun, þá er það í grafreit
fjölskyldunnar, eða á öðrum tilteknum
stað. Engin vísbending er um að
líkamar þeirra, sem sviptu sig lífi, hafi
verið meðhöndlaðir öðru vísi en aðrir
líkamar látinna.
3) Engin vísbending er um það í
neinum þessara frásagna, að litið sé á
sjálfsvíg sem synd. Hvergi er talað út
frá fordæmingu á verknaðinum
sjálfum.
Viðko>*|- og kenm'ngat* wm
sjálfsvíg
í stærstu trúarritum Gyðinga á eftir Gamla
testamentinu, Misna og Talmud, er hvergi
talað um að sjálfsvíg hindri fólk í að ganga
inn í hinn komandi heim. Oft er vitnað til
illra verka og sumir eru tilgreindir sem dæmi
um menn, sem fái ekki aðgang að hinum
komandi heimi. í þeim hópi er Akítófel
nefndur. Ekki vegna þess, að hann svipti sig
lífi, heldur vegna þess, að hann sveik konung
sinn, Davíð. Siðferðilegt mat virðist ekki
lagt á það, hvernig manneskjan deyr, heldur
mun fremur á það, hvernig hann/hún lifir
lífi sínu.
Snemma á 5. öld e. Kr. skrifaði Ágústínus
kirkjufaðir um sjálfsvíg. Vert er að geta þess,
að fram að þeim tíma hafði það borið við, að
kristnir menn og konur, sem sættu ofsókn-
um, kysu sjálfsvíg fremur en þjáningar af
hendi heiðinna ofsækjenda. Ágústínus taldi
slíkt rangt út frá 5. boðorðinu. Hann er sá
fyrsti af áhrifamönnum innan kirkjunnar
svo vitað sé, að mæla gegn sjálfs vígum út frá
5. boðorðinu.
Píslarvætti var algengt á fyrstu öldum
kristninnar. Ofsóknirnar voru oft misk-
unnarlausar. Til voru þeir, sem töldu píslar-
vættisdauðann einu leiðina til aðbera Drottni
sannan vitnisburð. Allir postularnir nema
Jóhannes dóu píslarvættisdauða, þ.e.a.s. fyrir
utan Júdas, sem svipti sig lífi.
Tómas Aquinas setti á 13. öld fram 3 megin-
atriði, sem undirstrikuðu að sjálfsvíg væri
dauðasynd:l )Sjálf s víg er afneitun á ást okkar
á eigin lífi, sem hver vera býr yfir, 2) sjálfs víg
er afneitun á skyldum manneskjunnar gagn-
vart samfélagi sínu, 3) lífið er gjöf Guðs og
Guð einn getur tekið það til baka. Þessi atriði
hafa mótað kirkjulega umfjöllun um sjálfsvíg
síðan. Sem prestur og kristinn maður finn ég
hversu mjög þau hafa verið höfð fyrir mér
og mótað mig. En röksemdir Tómasar
Aquinasar byggja ekki algerlega á kristinni
kenningu, heldur má rekja þær að hluta til
Aristótelesar-2) og til skrifa Gyðingsins
Jósefusar-1) og 3).
23