Ný Dögun - 01.11.1992, Síða 24

Ný Dögun - 01.11.1992, Síða 24
AJý T^ogun. Hafandi sagt þetta, þá er mikilvægt að bæta við, að með þessu er ekki verið að segja, að sjálfsvíg sé sjálfsögð lausn á hvers kyns vanlíðan. Sjálfsvíger alltaf harmleikur. Oft er það endanleg „lausn" á tímabundnum vanda. Oft er sá, sem kýs sjálfsvíg sem „lausn" fyrir sig, einangraður, sjúkur, þjáður, þ.e.a.s. í aðstæðum, sem ekki geta talist þær bestu fyrir manneskjuna. En ljóst má vera, að erfitt er að fella sjálfsvíg í heild sinni undir eina skilgreiningu. ■pei^ sem eftm li|-a Skyldi sá/sú, sem sviptir sig lífi, hugsa til þeirra, sem verða að lifa við afleiðingar ákvörðunar þeirra? Sumir skrifa bréf til ástvina sinna. Þeir, sem er bjargað frá dauða eftir sjálfsvígstilraun, sýna sumir mikla iðrun andspænis ástvinum sínum. Og til eru þeir, sem eru að kalla á hjálp með því að „setja á svið" sjálfsvígstilraun. En hver eru viðbrögð þeirra, sem eftir lifa? Þar má nefna áfall, doða, afneitun, ein- angrun, sjálfsmeðaumkun, sektarkennd, ótta, sársauka, reiði, hjálparleysi, vonbrigði, skömm,þunglyndi. Spurter:„Hvers vegna?" Erfitt er að mæta vinum og kunningjum, þar sem þeir vilja fá svör og útskýringar, sem erfitt er að láta í té. Þá beinast ákveðnir fordómar að þeim, sem eftir lifa: „Uppeldið hefur brugðist". „Þau veittu honum/henni ekki nægan stuðning". „Er eitthvað að þessari fjölskyldu?" Vinir vita ekki hvað þeir eiga að segja og finna jafnvel til ótta gagnvart þessum atburði. „Getur það sem kom fyrir hann líka komið fyrir mig?" Þeir, sem eftir lifa, þurfa oft að draga sig í hlé til að safna kröftum og til að fá útrás fyrir sorg sína. Sumar minningar eru ákaflega áleitnar og láta syrgjandann ekki í friði. En smám saman koma góðu minningarnar líka upp á yfirborðið. Spurr\\r\gar Hver er ábyrgur fyrir sjálfsvígi? Er það einvörðungu sá/sú, sem kýs að falla fyrir eigin hendi? Er það fjölskylda hans/hennar? Ber samfélagið í heild sinni einhverja ábyrgð? Eru sjúkdómar mikilvægur orsakavaldur? Útskúfar Guð þeim, sem svipta sig lífi? l_okao»*ð Eftir að hafa skoðað viðfangsefnið, spurt spurninga, kannað orsök og afleiðingar sjálfsvíga, þá verð ég að viðurkenna, að svörin eru færri en spurningarnar, sem hafa vaknað. Eitt virðist mér ljóst:Sjálfsvíg eru með rætur í þjáningu manneskjunnar og þjáningin lifir áfram eftir sjálfsvígið í lífi þeirra, sem eftir lifa. Það er ástæða til að syrgja þá, sem horfið hafa frá okkur vegna sjálfsvíga. Við verðum að kveðja þá, eins og alla þá sem við elskuðum og farið hafa um dyr dauðans. Er sjálfsvíg dauðasynd? Ég við bjóða þér, lesandi minn, að hugleiða það með mér. Kannski tekst okkur í sameiningu að finna svör, sem duga okkur. Heimildaskrá G. Lloyd Carr-"After the Storm". Inter-Var- sity Press. England. 1990 Bill Blackburn-"What You Should Know About Suicide".Word Books. U.S.A. 1982 Joy Johnson, Marvin Johnson, Adina Wrobleski-"Suicide of a Child". Centering Corporation. U.S.A. 1984 24

x

Ný Dögun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.