Ný Dögun - 01.11.1992, Síða 26

Ný Dögun - 01.11.1992, Síða 26
/s)ý Dögun Þar sem þetta á við hjá mörgu því fólki sem heilbrigðisstarfsfólk umgengst við vinnu sína, er því nauðsynlegt að þekkja áhrif missisins á sjúklinga og viðbrögð þeirra við honum. Hér verður gerð grein fyrir því hvaða áhrif missir líkamsímyndar hefur á fólk og hvernig æskilegt er að heilbrigðisstarfsfólk bregðist við því. Fyrst verður rætt um hugtakið líkamsímynd og skyld hugtök, þróun líkamsímyndar og rannsóknir á henni. Þá verður rætt um hvernig reynsla það er að verða fyrir skerðingu á líkamsímynd, og hvernig fólk bregst við henni. Reynt verður að svara því hvernig læknar og heilbrigðis- starfsfólk geti þekkt missisviðbrögðin og brugðist við þeim og hvað það geti gert til að auðvelda aðlögun sjúklings að nýjum að- stæðum. Að lokum verða tekin tvö dæmi um sjúkdóma, sem valda miklum breytingum á líkamsímynd og hugsanlegar afleiðingar þess raktar. Skil 9>*eÍKiÍK\g á líkamsímynd Líkamsímynd (body-image) einstaklings er hugmynd hans um eigin líkama, sú mynd sem hann hefur af útliti og ástandi líkamans. Hún er að hluta ómeðvituð og að öðrum hluta meðvituð og ákvarðast í mjög stuttu máli af samspili félagslegra, sálrænna og lífeðlisfræðilegra þátta. Líkamsímynd er víðtækt hugtak og getur innihaldið hluti sem tengjast líkamlegri færni eða útliti ein- staklingsins s.s. gleraugu, staf, hjólastól, hár- kollu o.fl. (14). Líkamsímynd má staðsetja í þeim starfs- hætti egósins sem fæst við samband við raunveruleikann, nánar tiltekið í veru- leikaskyni sjálfsins (7). Þar situr hæfileikinn til að greina sjálfan sig frá öðrum og tilfinningin fyrir líkama sínum. Bæði atriðin eru nátengd sjálfskenndinni. Hugtakinu líkamsímynd lýstu fræðimenn fyrst í tengslum við athuganir á sálrænum truflunum í kjölfar líkamlegs skaða (4 bls.314). Hugtakið er þó enn ungt í sálfræð- inni og þær kenningar, sem fram hafa komið um það, eru ekki allar samhljóða. Áður en hugtakið varð til hélt Sigmund Freud því fram að líkamsstarfsemin, og eink- um þó sú kynferðislega, legði drjúgan skerf til myndunar persónuleikans. Þá lýstu aðrir fræðimenn því nákvæmar hvemig egóið verður til á grundvelli líkamsreynslu í frum- bernsku. Paul Schilder lýsti svo hugtakinu líkams- ímynd nokkru seinna (4). Árið 1957 setti Szasz fram kenningar um þróun líkamsímyndarinnar, sem lögðu megináherslu á hlut líkamsímyndar í þróun persónuleikans (4). Á meðan Szasz lagði áherslu á mikilvægi líkamlegrar reynslu fyrir líkamsímyndina komu Fisher og Cleveland fram með kenn- ingar sem gerðu sálrænum þáttum hærra undir höfði (4). Þeir gerðu skýran greinar- mun á líkama og líkamsímynd enda reynist það nauðsynlegt til að skýra ýmsar geðrænar sjúkdómsmyndir. í samræmi við Fisher og Cleveland hefur reynslan sýnt að athafnir egósins miðast ekki við raunverulegt ástand líkamans heldur við ímynd hans. Dæmi má nefna um anorexia nervosa, eða lystarstol. Þá sam- ræmist líkamsímyndin ekki eiginlegu ástandi líkamans, einstaklingurinn telur sig í undirmeðvitundinni ekki hafa þörf fyrir mat og sveltir sjálfan sig svo lífshætta stafar af. Það leiðir af ofansögðu, að breyting á einhverjum eiginleikum líkamans eða á hlutum hans hefur áhrif á líkamsímyndina og þar með á sjálfsímyndina og jafnvel per- sónuleikann. Sjaldan er um að ræða algjöran missi líkamsímyndar. Nákvæmara er að tala um breytingar eða skerðingu á henni. Þær geta verið mismiklar og misjafnlega alvar- legar, en læknum er nauðsynlegt að þekkja þessar breytingar þegar þær verða hjá sjúklingum og geta brugðist rétt við þeim. Hugtakið líkamsímynd er oft notað frjálslega og í víðari merkingu en það hefur verið skilgreint hér að ofan. Til þess að skilja notkun þess er gott að gera sér grein fyrir hugtakinu sjálfsmat eða sjálfsviðhorf (self- esteem). Sjálfsmat er hvað einstaklingi finnst um sjálfan sig. Gates skipti sjálfsmatinu í 26

x

Ný Dögun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.