Ný Dögun - 01.11.1992, Blaðsíða 27
/Vjý Dögurv-
fjóra þætti (2). Hlutana nefndi hann líkams-
sjálf, samskiptasjálf, getusjálf og siðferðis-
sjálf. Siðferðissjálfið felur í sér tilfinningar til
siðferðilegra og andlegra hugsana, t.d. hvort
einstaklingnum finnst hann vera gjafmildur
eða skemmtilegur.
Getusjálfið felur í sér hugmyndir einstakl-
ingsins um möguleika sína í daglegu lífi, t.d.
hvort hann stendur undir væntingum í
vinnu. Samskiptasjálfið inniheldur álit eða
hugsanir um samskipti við aðra, t.d. hve
marga vini hann á.
Líkamssjálfið byggir á líkamsímyndinni og
er í nánum tengslum við hana. Líkamssjálfið
er viðhorf einstaklingsins til líkamsímyndar-
innar og líkamlegrar hæfni svo og hvernig
líkami hans stendur í samanburði við kröfur
umhverfisins. Sjálfsmatið getur því verið
jákvætt eða neikvætt, enda inniheldur það
viðhorfið til líkamsímyndarinnar, sem einnig
er jákvætt eða neikvætt. Þar sem líkamssjálfið
byggir á líkamsímyndinni getur neikvæð
breyting á líkamsímyndinni valdið nei-
kvæðu viðhorfi til hennar og þar með dregið
úr jákvæðu sjálfsmati eða gert það neikvætt.
Það getur líka verið á hinn veginn, að
neikvætt sjálfsmat geti haft áhrif á líkams-
myndina, brenglað hana og sett úr skorðum
við raunverulegt ástand líkamans (sbr.
lystarstol). Til að verjast neikvæðum breyt-
ingum á sjálfsmati hefur einstaklingurinn
„Narcassískar birgðir" sem hann aflar sér
við að fá jákvæðar strokur og jákvæð
viðbrögð við gjörðum sínum. Margir þættir
hafa áhrif á þróun sjálfsmats og „Narcas-
sískar birgðir" sem þróast í nánu sambandi
við líkamsímyndina (2).
Oft er talað um neikvæða eða jákvæða
líkamsímynd og er þar átt við viðhorfið til
hennar, eða líkamssjálfið eins og lýst var hér
fyrir ofan. Hér verður hugtakið fyrst og
fremst notað í eiginlegri merkingu sinni og
gert ráð fyrir að líkamsímyndin standi í
rökréttu og beinu samhengi við sjálfan
líkamann, útlit og hæfileika hans.
L\pprur\\ og Joróur\
líkamsímyndav*
Sumir fræðimenn telja að rekja megi þróun
líkamsímyndar allt til fósturskeiðs - til
frumskynjunar fóstursins í móðurkviði (14).
Flestir telja þó að fyrst eftir fæðingu skynji
barnið sig ekki sem einstakling, aðgreindan
frá umhverfinu.
Szasz stillti þróun líkamsímyndarinnar upp
í þrjú stig.
Fyrsta stigið er þegar barnið fer að greina á
milli sjálfs sín og umhverfisins. Það, sem
stuðlar að þessari aðgreiningu, eru fyrst og
fremst skynhrif sem barnið verður fyrir, en
við fæðingu aukast þau skiljanlega til muna.
Þau felast í mjög auknum notum hinna fimm
skilningarvita og skynjun hita, kulda, sárs-
auka o.fl. en einnig koma til tilfinningar
innan frá svo sem hungur, kvíði og skynjun
þyngdaraflsins. Þessi skynhrif gera yfirborð
líkamans að skilum milli líkamans og
umhverfisins (4). Mikilvægur þáttur í
ákvörðun eigin líkama er tvöföld snerting
sem barnið upplifir þegar það snertir sjálft
sig en ekki þegar snertingin er við umhverfið
(5).
Annað stigið felst í því að barnið fer að
greina á milli mismunandi þátta sjálfs sín,
þar á meðal að flokka skynhrif og tilfinningar.
Jafnframt greinir barnið á milli þátta utan
sjálfs sín. Þetta gerist á aldrinum 4 til 9
mánaða.
Á þriðja stigi hefst tilfinningaþroski og þróun
persónuleikans og barnið gengur í gegnum
stigin sem Freud lýsti, oral, anal og ödipal
stigin, lægðarstigið og gelgjuskeið (7). Því
lýkur með fullsköpun egósins.
Þannig byggir eitt á öðru til uppbyggingar
persónuleikans. Skynhrif marka sjálfið frá
umhverfinu og á því byggir líkamsímynd,
sem er grundvöllur líkamsegós. Þegar
líkamsímyndin er svo orðin að afmörkuðu
fyrirbæri, heldur hún áfram að þróast í takt
við líkamann og í samspili við umhverfið.
Félagslegi þátturinn - samskiptin við aðra -
27