Ný Dögun - 01.11.1992, Síða 31

Ný Dögun - 01.11.1992, Síða 31
A)ý Dögurv hann aftur inn í fjölskyldukerfið við útskrift og getur þá beðið skaða af því ef fjölskyldan megnar ekki að glíma við breytingarnar. Dæmi: Karlmaður sem varð fyrir mænu- skaða í bílslysi, 25 ára gamall. Þegar hann útskrifaðist af spítalanum og flutti heim til foreldra sinna fór faðir hans að vaka eftir honum þegar hann fór út á kvöldin en faðirinn hafði ekki gert það áður en slysið varð. Þetta gerði honum erfiðara fyrir að taka upp fyrri lífshætti. b) Meðvituð og ómeðvituð hæfni til að halda tilfinningalegu jafnvægi er mikilvægasti þátturinn í hvemig hverjum og einum tekst að glíma við erfiðleika. Einstaklingi sem er hjálparvana og ósjálfbjarga fyrir og finnst hann aldrei ráða við neitt, steðjar frekar ógn af breytingum á líkamsímynd sinni. c) Það er persónubundið hvaða merk- ingu ákveðin brey ting á líkamsímynd hefur en ákvarðast m.a. af (13- bls.186): 1) Þroska eða aldri einstaklings - hvernig skynjar hann atburðinn?, 2) sjálfsmynd viðkomandi - er líkamsímynd of stór hluti af sjálfs- vitund?, 3) hvernig aðrir skynja og skilja breytingar á líkamsímynd hans - ógnarbreytingint.d. stöðugleika fjölskyldu?, 4) viðhorf í samfélaginu til þeirrar breytingar sem viðkomandi varð fyrir, 5) starf eða það sem einstakl- ingurinn fæst við í lífinu - ógnar breytingin starfi, hlutverki eða markmiðum?, 6) undirbúningurfyrirbreytinguna - það flýtir fyrir aðlögun ef viðkomandi getur undirbúið sig áður en atburðurinn gerist (11- bls.ll). d) Þegar breyting er skyndileg og mikil getur aðlögun að nýrri líkamsímynd verið langt á eftir líkamsbreyt- ingunum. Upprunalega líkams- ímyndin helst í vitund sjúklingsins þrátt fyrir t.d. sýnilegan missi líkamshluta og viðkomandi getur fundist hann eins og ókunnugur fyrir sjálfum sér og öðrum. Þegar myndast langtíma eða varanleg neikvæð skapgerðareinkenni í kjölfar meiri- háttar breytinga er um aðlögunarskort að ræða. Tvö algengustu merki aðlögunar- skorts eru langvarandi þunglyndi og kvíði. Þegar einstaklingi mistekst að byggja upp nýja líkamsímynd í lengri tíma eftir röskun eða breytingu líkamans, hefur hann ekki náðaðaðlagast(13-bls.l85). Aðstoðannarra getur þá gert honum það kleift. Læknar og hjúkrunarfræðingar eru oft þeir fyrstu sem þurfa að veita slíka aðstoð og í framhaldi af því jafnvel ýmsir sérfræðingar eins og sál- fræðingar, geðlæknar og prestar. Sjúklingur- inn þarf að tjá sig um vandamál sín (en hann getur þurft hvatningu til þess) og við aðila sem geta leiðrétt misskilning ef einhver er. Fagfólk má þó ekki vera of „faglegt" og þarf að tala við sjúkling á máli sem hann skilur. Hjúkrunarfólk þarf að finna hinn gullna meðalveg að vera í senn persónulegt og fagaðili. Þá er mikilvægt að sjúklingurinn fái heiðarleg svör við þeim spurningum sem brenna á honum. Sérstaklega gagnleg aðstoð við að öðlast jákvætt viðhorf og von virðist fást hjá öðrum, sem hafa gengið í gegnum sömu eða svipaða hluti. Slíkir stuðningshópar hafa séð dagsins ljós á undanförnum árum. Fólk í stuðnings- hópum miðlar hvert öðru af eigin reynslu, gefur hagnýtar upplýsingar og er hvert öðru tilfinningaleg stoð (8-bls.87). Það getur verið auðveldara að aðlagast breyttri líkamsímynd á spítala en utan hans. Því þó innlögnin og spítalavistin sjálf svipti fólk að einhverju leyti sjálfsímyndinni þá er „leyfilegt" (og „eðlilegt") að vera veikur á spítalanum. Utan spítalans ætlast þjóðfél- agið til að maður sé heilsuhraustur. Á undanförnum árum hefur verið lögð mikil 31

x

Ný Dögun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.