Ný Dögun - 01.11.1992, Síða 35
/s)ý Dögurv
Dæmi um áK»*if bmna á
líkamsímynd
Mikill bruni veldur oft bæði miklum starf-
rænum og útlitslegum skaða. Breytingin
sem verður við skaðann er mikil og snögg
og fá sjúklingar lítinn tíma til þess að aðlaga
sig nýrri líkamsímynd eins og alltaf er þegar
um snöggar breytingar er að ræða. Gamla
líkamsímyndin er „skilin eftir" á meðan
líkaminn breytist.
Bruni hefur ekki aðeins í för með sér líkam-
legar afleiðingar heldur einnig félagslegar
og sálfræðilegar afleiðingar. Hluti af með-
ferð brunasjúklinga er því að bæta útlitið
með lýtaaðgerðum og að hjálpa sjúklingnum
að aðlagast breyttu útliti og minni færni.
Varanleg útlitsbreyting er mest áberandi
afleiðing bruna og þar sem mikil áhersla er
lögð á líkamlegt útlit í mannlegu samfélagi
þá þarf sá sem er illa brenndur að yfirstíga
margar félagslegar hindranir.
Andlitslýti er því hemill á eðlilegt líf. Þegar
fólki dettur einhver sem það þekkir í hug, þá
sér það fyrir sér andlit viðkomandi. Andlitið
er tákn fyrir persónuleika hvers og eins.
Þegar mikill andlitsskaði verður þá skerðist
þetta tákn og hugmyndin um persónu-
leikann brenglast. Kallast það á ensku
„spoiled identity", þetta geristbæði í augum
þess, sem verður fyrir skaðanum og þeim
sem umgangast hann.
Gagnkvæmt óöryggi er því algengt í sam-
skiptum við fólk. Okunnugir verða vand-
ræðalegir, stara, þegja, fara hjá sér og eiga
erfitt með samræður. Það veldur hins vegar
því, að þeim afmyndaða finnst hann vera
óeðlilegur og óvelkominn.
Umönnun og endurhæfing þessara sjúkl-
inga er mjög erfið. Hún er fólgin í sjúkra-
þjálfun, iðjuþjálfun, hjúkrun, aðhlynningu
sálfræðimeðferð og lýtalækningum. Með-
ferðin er löng, flókin og sársaukafull og
verður sjúklingur að vera í dauðhreinsuðu
umhverfi, í einangrun, þar sem engin snert-
ing er möguleg í langan tíma. Oft eiga
sjúklingar líka erfitt með að tjá sig munnlega.
Það veldur tilfinningalegri einangrun, sem
kemur mjög hart niður á sálarlífinu.
Meðan á meðferð stendur missir sjúkl-
ingurinn stjóm á lífi sínu. Hann á allt undir
hjúkrunarliðinu og verður að setja traust sitt
á það. Það getur kallað fram bakrásarein-
kenni. Einnig er oft um einhvern meiri missi
að ræða: Hús viðkomandi gæti hafa brunnið
og/eða einhver nákominn gæti hafa látist
og kannski olli sjúklingurinn brunanum.
Þunglyndi og sjálfsásakanir fylgja því oft í
kjölfarið og er nauðsynlegt, að gott samband
myndist milli einhvers í hjúkrunarliðinu og
sjúklingsins til þess að hann geti tjáð þessar
tilfinningar. Það samband má ekki fela í sér
sársaukafulla meðferð vegna þess að bruna
fylgir mikill og langvarandi sársauki, sem
veldur kvíða. Því er nauðsynlegt að einhver
sé til staðar, sem sjúklingurinn getur treyst
að þessu leyti. Það dregur mjög úr kvíða.
Smám saman síast raun veruleikinn um h vað
gerst hefur inn í vitund sjúklingsins og er
það byrjunin á löngu ferli sem stundum
tekur aldrei enda. Nýju líkamsímyndinni
verður að koma fyrir í hugskoti einstakl-
ingsins og er lokatakmarkið í þessu ferli, að
viðkomandi aðlagist ástandi sínu. Nokkrir
mánuðir líða þar til sjúklingur sér sig í spegli
og er það mikið áfall, sem getur brotist út
sem reiði, sem beinist jafnvel að hjúkrunar-
fólki. Eftir útskrift einangrast margir
félagslega. Viðkomandi tapar þá félagslegri
stöðu sinni og fylgir þá þunglyndi í kjölfarið.
Af þessu er ljóst hversu mikilvægar lýta-
lækningar geta verið þessu fólki enda er
ótrúlegt hvað hægt er að gera. Aðal vanda-
málið varðandi bruna eru svokallaðir sam-
gróningar í ágræddu húðinni og skert húð-
skyn. Samgróningar verða vegna þess að
hin nýja húð grær mjög óreglulega og togar
í aðliggjandi húðsvæði sem hefur mikla
afmyndun í för með sér.
Eftir útskrift er fólk hvatt til þess að hafa
samskipti við annað fólk. T.d. byrja á því að
bjóða vinum og ættingjum heim og fikra sig
smám saman lengra á þeim vettvangi. Þessu
fólki eru einnig veittar ráðleggingar varðandi
klæðnað til þess að fela ör og því bent á
sérstaka andlitsmálningu og hárkollur.
Einnig eru til hópar fyrir brunaskaðaða þar
sem fólk getur fundið til samkenndar og
dregur það mjög úr einmanaleik, sem er
35