Ný Dögun - 01.11.1992, Side 36
/\Jý Dogun.
mjög algengt að brunaskaðaðir upplifi.
Auðvitað er mjög mismunandi hvernig til
tekst með endurhæfinguna. Sumir öðlast á
ný heilbrigða líkamsímynd en aðrir ekki og
ræðst það af mörgum þáttum og þá sérstak-
lega viðbrögðum vina og vandamanna. Það
bendir á, að öll getum við hjálpað með því að
minnka áherslu á hið staðlaða norm og ef
allir gerðu það, þá þyrfti hinum útlitslýttu
ekki að finnast þeim vera afneitað af sam-
félaginu.
Dæmi um áknf lömunai* á
Ifkamsfmynd
Hvað er eðlilegt og hvað ekki? Tilbúin við-
mið eru samfélaginu eðlislæg og jafnframt
breytileg milli þeirra. Líkamsímynd skapast
af þeim viðhorfum, sem eru ríkjandi á þeim
tíma. Breytt viðhorf í þjóðfélaginu eru
nauðsynleg svo að þeim, sem frábrugðnir
eru viðmiðunargildum, geti liðið betur og
sætt sig betur við fötlun sína eða sjúkdóm.
Það hjálpar þeim mikið ef þeir finna að þeir
eru viðurkenndir og hefur það tvímælalaust
jafn mikil áhrif og hefðbundnar lækningar af
einhverju tagi.
Sú fegurðarímynd sem hefur skapast,
auðveldar ekki þeim, sem frábrugðnir eru,
að aðlagast umhverfinu. Þvert á móti, því að
kröfurnar um að tolla í tískunni og ekki vera
öðruvísi en aðrir þvinga hina frábrugðnu til
að breyta sér í átt til viðmiðunargildis. Sem
dæmi má nefna að vaxandi vandamál í Japan
er hversu margt ungt fólk þar í landi vill
losna við skásettu augun með lýtalækn-
ingaaðgerð. Þetta varpar ljósi á þá staðreynd
að það eru ekki aðeins slys og sjúkdómar,
sem eru valdar að breyttri líkamsímynd,
heldur einnig tískusveiflur.
Framfarir í lýtalækningum og sálarfræði eru
miklar og möguleikarnir sífellt að aukast.
Spurningar vakna hvernig standa eigi að
málum. Hversu mikið er hægt að gera og
hvað telst nauðsynlegt og hve miklu á að
kosta til? þetta eru tiltölulega ný vandamál
og mörkin oft óljós. I þessu sambandi er rétt
að minnast á það að nýverið voru sett lög á
Islandi, sem taka fyrir greiðslur Ríkisins fyrir
36
fegrunaraðgerðir, sem ekki eru taldar nauð-
synlegar. En hvað telst nauðsynlegt? Það
ræðst fyrst og fremst af mati læknis. En
sjúklingurinn getur hins vegar verið undan-
þeginn þessu ákvæði laganna ef til kemur
uppáskrift geðlæknis eða sálfræðings um að
aðgerðin komi til með að bæta sálarástand
hans.
Lýtalæknir gerir ekki kraftaverk og mjög
mikil vægt er að hann geri sjúklingi sínum vel
og vandlega grein fyrir því fyrir aðgerð.
Akveðinn óvissuþáttur er um hversu vel til
tekst og ræðst hann fyrst og fremst af breyti-
leika einstaklinga. Enda sýnir reynslan, að
lýtalækningar eru sjaldnast nægilegar einar
sér heldur verður sálfræðileg meðferð og rétt
umönnun ætíð mikilvæg. Sérstaklega á þetta
við þegar sjálf aðgerðin skilar ekki nema
takmörkuðum árangri, eða þegar engin
aðgerð er hugsanleg.
Við tökum fyrir tvö mismunandi sjúkdóms-
mynstur og dæmi um hugsanlegan feril sem
sjúklingur þarf að ganga í gegnum í hvoru
tilfelli fyrir sig. Þessi dæmi, þrátt fyrir að
vera tiltölulega afmörkuð, eiga samt að gefa
ákveðna heildarsýn yfirefnið. þaðer hvernig
á að meðhöndla og hjálpa sjúklingum með
breytta líkamsímynd og við hvaða vandamál
er að etja samfara því.
Mænusköddun getur verið af margvíslegum
toga. Fyrstber að telja sem megin orsakavald
slys, sérstaklega umferðarslys, en einnig ýmsa
sjúkdóma, s.s. MS, æxli við mænu o.fl. Við
slys er oftar en ekki um að ræða tiltölulega
ungt fólk, sem á mörg ár eftir ólifuð með
fötlun sinni og því mikilvægt að aðlögun
verði eins mikil og frekast er unnt. I þessari
umfjöllun ætlum við því að einbei ta okkur að
þeim sem hafa hlotið mænuskaða af völdum
slysa.
Mænuskaði getur verið misalvarlegur.
Ræður þar mestu um hvar á hryggsúlu hann
verður og hvort mæna er alveg í sundur eða
ekki. Því ofar á hryggsúlu, því alvarlegra er
ástandið. Sjúklingur er sagður tetraplekískur
(tetraplegic) ef mænuskaðinn hefur í för með
sér lömun allra fjögurra útlima.
Nokkur máttur í efri útlimum er hugsan-
legur ef áverkinn er við C-6 og C-7 en við C-
4 og C-5 er það hins vegar útilokað. Paraplek-
ískur (paraplegic) er sá, sem hefur ganglimi