Ný Dögun - 01.11.1992, Side 38

Ný Dögun - 01.11.1992, Side 38
/Oý T)ögun. viðbrögð þar sem sjúklingur þarf skyndilega að tileinka sér algerlega nýjan lífsmáta. Fátt getur verið erfiðara fyrir mann, sem er veikur fyrir, en að sætta sig við brey tta líkamsímynd sína vegna legusára, missi blóðs og líkams- vökva, lystarleysis, uppkasta og ólyktina af þeim völdum. Allt leggst þetta á eitt: að draga niður andlegt þrek sjúklings. Til að koma til móts við þetta er reynt eftir fremsta megni að koma sjúklingi til hjálpar, bæði með sálfræðilegri og félagslegri aðstoð, svo og með beinni líkamlegri endurhæfingu. Hafa ber í huga að hversu illa sem komið er fyrir sjúklingi er ávallt einhver endurhæfing hugsanleg. Reynt er til hins ýtrasta að þjálfa upp þá líkamshluta sem hægt er. Markmiðið er að gera einstaklinginn eins sjálfbjarga og frekast er unnt. Til dæmis færslur frá rúmi yfir í hjólastól eða jafnvel göngu í göngu- grind, allt eftir hverju tilfelli fyrir sig. Þegar hér er komið við sögu, vakna oft spurningar hjá sjúklingi um framtíðina. Mikilvægt er að reyna að svara þeim af raun- sæi og heiðarleika. Einnig er rétt að minnast á þann margvíslega útbúnað sem til er, s.s. tölvur og ritvélar og fleira sem er sérhannað til að mæta þörfum þessa fólks og gera þeim þannig lífið bærilegra. Margir þeirra mænusködduðu ná á endanum að sætta sig við hlutskipti sitt. það er hornsteinn þess að þessir einstaklingar sjái sér fært að takast á við framtíðina. En hvað sem öðru líður er ljóst, að flestir þeirra lifa aldrei eðlilegu lífi á ný, eins og við þekkjum það. I stað þess verður að byrja upp á nýtt. Erfitt er fyrir okkur hin að setja okkur í þeirra spor og skilja hvernig þeim er innanbrjósts. Eða eins og Lambert orðaði það: „Fyrir mig táknar dauðinn það þegar lífið sem ég áður þekkti hættir að vera til, og mitt gamla líf er vissulega horfið veg allrar veraldar. Aður fyrr bjó ég einn og naut sjálfstæðis míns... svo missti ég líkama minn. Horfið er sjálfstæðið og forréttindi þess að geta verið einn." Eftirfarandi heimildir voru notaðar: Ritaðar heimildir: 1. Árni Björnsson. Geðræn viðhorf í skurðlækningum. Læknablaðið 4-5 tölublað, maí-júní, 1977. 2. Barry, Patricia D.: „Psychosocial Nurs- ing, Assessment andlntervention, 2.útg.". J.B.Lippincott Comp., Phila- delphia, 1989. 3. Berger, Kathleen Strassen: „The De- veloping Person Through the Lifespan, 2.útg". Worth Publ.Inc., New York, 1988. 4. Corsini, Raymond J.: „Current Person- ality Theories". F.E.Peacock Publ.Inc., Illinois, 1977. 5. Gleitman, Henry: „Psychology, 2.útg". W.W.Norton & Co., New York, 1986. 6. Gooch, Janet: „The other side of sur- gery". The Macmillan Press, London, 1984. ^ 7. Gylfi Ásmundsson: Sálarfræði fyrir læknanema á 1. ári. Bóksala Stúdenta, Rvk. 1986. 8. „Krabbameinsbókin". Krabbameins- félag íslands, 1989. 9. Miller, Kay Dean: „Body Image Therapy". Nursing, Clinics of North America, Vol.26 nr.3, sept. 1990. 10. Purtilo,Ruth: „HealthProfessional and Patient Interaction". W.B.Saunders Co., Philadelphia, 1990. 11. Salter, Mave: „Altered Body Image - The Nurse's Role". John Wiley & Sons Ltd., 1988. 12. Sarafino, Edward P.: „Health Psychol- ogy, Biopsychosocial Interactions". John Wiley & Sons Ltd., 1990. 13. Sorensen, Karen Creason & Luckmann, Joan: „Basic Nursing, a Psychophysiologic Approach". W.B. Saunders Co., 1979. Munnlegar heimildir: Árni Björnsson, lýtalæknir. Sr. Bragi Skúlason, sjúkrahúsprestur, Lsp. Guðjón Magnússon, læknir. Sigurður Árnason, læknir. Viðtal við 32 ára gamlan mann sem er lamaður vegna mænuskaða (C6,C7) eftir bílslys árið 1985. 38

x

Ný Dögun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.