Ný Dögun - 01.11.1992, Qupperneq 40
/sjý Dögim
Niðurstöður rannsókna sýna, að sorgar-
viðbrögð bama eru meðal annars háð aldri,
þroska og mikilvægi þess látna í lífi bamsins.
Hvernig börn bregðast við missi er
einstaklingsbundið, það er ekki til neitt eitt
sorgarferli eða ein „rétt" sorgarúrvinnsla.
Mikilvægast af öllu er að böm geti fengið
útrás fyrir tilfinningar sínar. Sum böm kjósa
að tjá tilfinningarnar innan veggja heimilis-
ins, önnur fá útrás í skólanum, í formi leiks
með jafnöldrum, skrifum ljóða eða sagna,
teikningum, eða með því að deila sorg sinni
með kennaranum.
Algeng viðbrögð barna við missi náins
ástvinar ( foreldris eða systkinis).
1) Fyrstu viðbrögð barna við áfalli er oft
tilfinningadoði. Þegar barn hefur gert
sér grein fyrir raunveruleika missis-
ins kemur oft tímabil losts, sem getur
varað í lengri eða skemmri tíma.
Dæmi: allar hreyfingar barnsins
verða vélrænar,það er eins og barnið
gangi í leiðslu, það er utan við sig,
starir út í loftið, við minnsta áreiti
kemur stirnað bros eða því er mjög
viðbrigðið og sýnir mikil kvíða og
óttaviðbrögð. Barnið getur verið við
það að bresta í grát án nokkurs áreitis.
2) Ótti barns við aðskilnað frá fjölskyldu
sinni getur gert það :
a) hrætt við aðskilnað frá foreldri
(um)
b) tregt að fara í skólann
c) niðurdregið (þunglynt)
d) næmt fyrir sýkingum til dæmis:
kvefi, eyrnarbólgu og
magaóþægindum.
e) fer að naga neglur og fær nýja
kæki.
f) hafi langvarandi svefntruflanir,
á borð við martraðir, að eiga
erfitt með að sofna og er
myrkfælið.
g) missi matarlystina, eða borði of
mikið.
h) verði viðbrigðið.
i) verði hrætt við sjúkrahús, lækna
og hjúkrunar-starfsfólk.
3) Hvarf aftur til fyrra þroskastigs er
algengt.
4) Börn eiga oft erfitt með að einbeita sér
við skólaverkefnin.
Þau eru utan við sig og fylgjast ekki
með því sem fram fer í kennslu-
stundinni.
5) Árásargimi, rólegustu börn fara að slást
í frímínútum. Stjórnleysið verður
allsráðandi.
6) Einangra sig frá umhverfinu, tala lítið
og draga sig inn í skel.
7) Börnin verða að fá útrás fyrir hryggð og
reiði, en þau eru oft hrædd og óörugg í
að fá útrás því þau vita ekki hvað er
leyfilegt og hvað ekki.
8) Hræðslan við að spyrja spurninga er
algeng. Sum börn geta aðeins talað við
þá, sem standa fjær, en önnur börn
einungis við sína nánustu um atburð
dauðans. Ástæðan er oft sektarkennd.
9) Líkamleg streitueinkenni svo sem
höfuðverkur og vöðvaspenna.
10) Það tekur börn álíka langan tíma að
syrgja eins og fullorðna eða um það bil
tvö ár.
Viðbrögð unglinga við missi
Á unglingsárunum þarf einstaklingurinn að
tengjast jafnöldrum sínum. Unglingar eru
oft á tíðum miklar hópsálir. Það, að vera
öðruvísi á einhvern hátt, er ekki „leyfilegt
innan hópsins". Því reynist það mörgum
unglingnum um megn „að vera öðruvísi",
sem við öll upplifum við missi ástvinar í
dauða. Unglingar einangrast því oft félags-
lega, gömlu vinirnir hafa ekki lengur sömu
lífsreynslu og því síður skilning á að sorgin
tekur langan tíma. Syrgjandinn breytist í
hegðan, hann er sorgmæddur og oft leiður
40