Ný Dögun - 01.11.1992, Side 41

Ný Dögun - 01.11.1992, Side 41
/Oý Dögurv og því óþægilegur í samvistum. Unglingar eru sá hópur syrgjenda, sem ég hef á liðnum árum haf t h vað mestar áhyggjur af. Hegðun þeirra er oft þess eðlis, að erfitter fyrir fullorðna að nálgast þau með samúð og hlýju. Þau geta á stuttum tíma dregist aftur úrínámi. Þar sem þau eru öðruvísi leiðast þau út í öfga á borð við andfélagslega hegð- un, framkomu sem kallar á reiði og ögun fullorðinna, en oft er þetta þeirra leið til að koma í veg fyrir vorkunn. Það er mjög brýnt að kennarar fylgist vel með unglingi í sorg, láti ekki glepjast af tímabundnum hressleika eða afneitun á sorginni. Það er ágætis ráð að minna sjálfan sig á að sorgin tekur tíma, og skrá í dagbókina til dæmis „ í dag eru þrír mánuðir frá því að Nonni í 9.-0 missti mömmu sína". gefa sig þá að Nonna svo lítið beri á og láta hann vita að þú munir ennþá eftir sorg hans. Ég bæði þekki það á eigin skinni og einnig hef ég reynt það í starfi, að betri hjálp er ekki hægt að fá en viðurkenningu á að sorgin tekur tíma og að fólk hefur ekki gleymt, eftir allt saman stendur maður ekki aleinn uppi. Hlutverk kennarans, sem stuðningsaðila nemanda í sorg. Eftirfarandi leiðbeiningar eru unnar af kennurum, foreldrum, börnunum sjálfum, bekkjarfélögum, starfsfólki skóla og fagleg- um hjálparaðilum í þeirri von að þær nýtist þeim kennurum, sem vilja hjálpa börnum í sorg. Að kennari sýni barni í sorg umburðarlyndi og reyni að átta sig á hegðun þess. Mikil- vægara er að kennari viðurkenni breytta hegðun barnsins og að breytingin geti varað í langan tíma, fremur en að reyna að greina hvers eðlis breytingin er. Barn í sorg getur reynt að neita tilfinningum á borð við reiði og sársauka, með því að bæla þær innra með sér. Það geta liðið mánuðir og jafnvel ár áður en barn fær útrás fyrir bældar tilfinningar sínar. Eins og að framan greinir er eittaf einkennum sorgarinnar einbeitingarörðugleikar. Það er mikilvægt að kennari átti sig á að einbeiting minnkar og taki tillit til þess eftir fremsta megni í kennslunni. Kennari verður þó að varast að mismuna baminu, því það verður að styðja það innan hópsins eins og frekast er unnt. Börnin verða öðru vísi en jafnaldrar eftir andlát náins ástvinar. Kennari þarf því að varast að sýna of mikla vorkunnsemi og góðvild svo að barnið einangrist ekki um of frá bekkjarfélögunum . Kennari getur orðið tilfinningaleg fyrirmy nd bekkjarins. Það besta er, að hann reyni að vera opinn og heiðarlegur um tilfinningar sínar. Aðhann geti skapað umhverfi öryggis og hlýju, þar sem börnin geti tjáð sig eðlilega. Kennari getur notað mismunandi aðferðir við að hvetja börnin og er það háð aldri barnanna og hversu vel kennarinn þekkir hópinn. Það hefur gefið góða raun að kennari noti viðtalstíma sinn til að tala við barn í sorg, því þar gefst lengri tími, næði og öruggt umhverfi. Þegar barn í skólanum hefur misst náinn ættingja, er mikilvægt að bekkjarkennari láti aðra kennara vita. Einnig gangaverði, ri tara skólans, og skólayfirvöld. Það er mikil- vægt að þessir aðilar láti barnið vita að þau viti um dauðsfallið og sorg nemandans. Fátt er erfiðara syrgjanda en óvissa um hverjir vita um missinn og hverjir ekki. Kennari verður einnig að vera í stakk búinn aðstyðja vini syrgjandans. Þaðhefurreynst mörgum börnum gott, að tengjast öðrum börnum með sömu lífsreynslu. Að lokum ráðlegg ég kennurum að hafa samband við heimilin og vera þess meðvit- aðir að fjölskyldan öll er í sorg. Einnig er mikilvægt, að foreldrar láti kennara vita ef áfall hefur orðið í fjölskyldu, til dæmis dauðsfall náins ættingja, alvarleg veikindi og yfirvofandi hjónaskilnaður. Það er mikilvægt að skóli viðurkenni dauða nemanda síns. Nemendur skólans verða að vera þess áskynja, að starfsfólk skólans syrgi lát nemanda. Á þann hátt er skólinn í heild 41

x

Ný Dögun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.