Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2018, Blaðsíða 6
6 9. nóvember 2018FRÉTTIR
F
yrir tveimur árum ákvað Ill-
ugi Gunnarsson, þáverandi
menntamálaráðherra, að
nám í lögreglufræði myndi
fara fram í Háskólanum á Akureyri
(HA). Þetta var gert þrátt fyrir að
það væri dýrara en að láta Háskóla
Íslands (HÍ) annast námið. Auk
þess var HÍ metinn besti skólinn
faglega séð til að annast kennsl-
una en sérstök matsnefnd fór yfir
umsóknir háskólanna um að fá að
annast námið. Lögregluskóli rík-
isins var lagður niður á svipuð-
um tíma og námið við HA hófst.
Námið við HA veitir þeim sem
útskrifast starfsréttindi sem lög-
reglumenn og geta þeir þá sótt um
störf sem lögreglumenn. En nám-
ið virðist ekki búa nýju lögreglu-
mennina vel undir starfið og segja
sumir reyndir lögreglumenn að
þeir séu „alveg grænir bak við eyr-
un“ þegar þeir koma til starfa.
Gætu allt eins verið einir á vakt
Lögreglumenn hjá lögreglunni á
höfuðborgarsvæðinu sem DV hef-
ur rætt við segja að mikið skorti á
að sú menntun sem boðið er upp á
við HA uppfylli þær kröfur sem gera
verði til starfandi lögreglumanna.
Mikið vanti upp á starfsþjálfun
og auk þess virðist nemarnir ekki
fá nema sáralitla kennslu í LÖKE,
tölvukerfi sem lögreglan notar
gríðarlega mikið. Fyrstu nemarn-
ir frá HA voru ráðnir til starfa á
þessu ári og segja sumir reyndir
lögreglumenn að þeir geti alveg
eins verið einir að störfum eins og
að hafa nýútskrifaða nema frá HA
með sér. Kunnátta þeirra sé nær
engin hvað varðar framkvæmd
löggæslustarfa, skýrslugerð eða
notkun LÖKE.
Vísir skýrði frá því í júní að óá-
nægju gætti meðal nemanna
sjálfra með námið og staðsetn-
ingu þess. Haft var eftir nokkrum
nemendum að þeim þætti nám-
ið of þverfaglegt, uppbygging þess
sé ekki nógu góð, fræðilegt vægi sé
of mikið en verklegt nám fái lítið
rými. Einnig nefndu nemarnir
skort á kennslu í LÖKE til sögunn-
ar. Einn sagði að í námið vantaði
meiri reynslu og þekkingu frá sér-
fræðingum innan lögreglunnar til
að hafa áhrif á og móta námið.
Nokkrir lögreglumenn hafa
verið ráðnir til HA til að koma að
náminu á einn eða annan hátt en
reyndir lögreglumenn segja að
það séu lögreglumenn með mjög
litla reynslu og þeir hafi því ekki af
miklu að miðla til nemanna.
Þá undrast reyndir lögreglu-
menn það námsefni sem boð-
ið er upp á í HA. Þeir nefna þar til
dæmis til sögunnar námskeið sem
heita Inngangur að félagsvísind-
um, Félagsvísindatorg, Kenningar
í félagsvísindum, Félagsgerð Ís-
lands og Saga mannsandans. Lög-
reglumennirnir spyrja sig hvernig
kennsla í þessum greinum eigi að
undirbúa fólk undir að sinna lög-
gæslustörfum.
Mennta- og starfsþróunarsetur
sett á laggirnar
Þegar Lögregluskólinn var lagður
niður var stofnað Mennta- og
starfsþróunarsetur lögreglunnar
en það kemur lítillega að kennslu
lögreglunemanna, annast þá
litlu verklegu þjálfun sem þeir fá.
Ef að markmiðið var að ná fram
sparnaði með því að leggja Lög-
regluskólann niður þá hlýtur það
að hafa mistekist því mun fleiri
starfa við hið nýja Mennta- og
starfsþróunarsetur en störfuðu við
Lögregluskólann.
Það er þó rétt að hafa í huga að
í Mennta- og starfsþróunarsetrinu
fá starfandi lögreglumenn ýmsa
fræðslu og kennslu en Lögreglu-
skólinn sá um símenntun lög-
reglumanna áður.
Vildu meiri tíma og aðrar
áherslur
Í samtali við DV segir Snorri
Magnússon, formaður Landssam-
bands lögreglumanna, að félagið
hafi heyrt af þessari óánægju.
Hann segir:
„Þetta er gjörbreytt landslag
í kennslu frá því sem var. Áður
kenndi lögreglan þetta sjálf í Lög-
regluskólanum og gat kennt allt
viðkomandi starfinu. Það er ekki
hægt í dag. Til dæmis kerfið okkar,
LÖKE, sem verður aldrei opnað
fyrir aðila utan lögreglu. Það verð-
ur aldrei hægt að kenna á þetta
kerfi í háskóla, hver svo sem hann
er. Það þyrfti einnig að endur-
skoða starfsnámið og lengja frá
því sem var.“
Getur verið að áherslurnar í
náminu sjálfu séu rangar?
„Það hefur legið fyrir frá því að
farið var í þessa vegferð að það
yrði breyting á náminu. Kennsla
á háskólastigi er allt önnur en
kennsla á framhaldsskólastigi,
eins og var í Lögregluskólanum.
Ég get ekkert mat lagt á það hvort
að þessir tilteknu áfangar gagnist
lögreglumönnum eða ekki enda
ekki séð það nám sjálfur. En það
er mín bjargfasta trú og skoðun að
allt nám sé af hinu góða.“
Snorri segir að þegar Lands-
samband lögreglumanna beitti
sér fyrir þessu hafi þeir séð fyrir
sér annað fyrirkomulag heldur en
varð ofan á.
„Við vildum hafa Lögregluskól-
ann, í þeirri mynd sem hann var,
áfram við lýði. En hann yrði þá
felldur á einhvern hátt undir há-
skólasamfélagið. Það var ekki sú
leið sem var farin. Eflaust má bæta
hluti þarna án þess að ég geti bent
á einn hlut umfram annan.“
Einnig nefnir Snorri að tímara-
mminn hafi verið ákaflega stuttur
og Landssamband lögreglu-
manna hafi bent á það.
„Við töldum rétt
að keyra Lög-
regluskól-
ann áfram
að minnsta
kosti einu
ári lengur
en gert
var, ef ekki
tveimur, á meðan unnið væri að
undirbúningi námsins á háskóla-
stigi. En það var ekki tekið tillit til
þess af stjórnvöldum.“
Ánægður með þróun námsins
Eyjólfur Guðmundsson, rektor
Háskólans á Akureyri, segir í sam-
tali við DV að námið sé í mótun.
„Við höfum verið að þróa námið
frá því að það hófst. Í þeirri þróun
höfum við verið í virku samstarfi
við lögregluháskóla í Noregi og
Finnlandi, ásamt virku samstarfi
við einstök embætti í Bretlandi.
Námsefnið hefur því verið að þró-
ast miðað við það sem gerist al-
þjóðlega enda er starf lögreglu-
mannsins í dag mun flóknara en
það var áður og þurfa starfandi
lögreglumenn á nýrri þekkingu
að halda. Ásamt því að sjálfsögðu
að kunna vel tök á hefðbundnari
lögreglustörfum. Hjá okkur á Ís-
landi er þessu þannig skipt að Há-
skólinn á Akureyri og Mennta- og
starfsþróunarsetur lögreglunnar
vinna í sameiningu að því að
tvinna þessa tvo þætti saman.“
Að sögn Eyjólfs er námið síður
en svo misheppnað.
„Við erum mjög ánægð með
hvernig námið hefur þróast og
þó svo að við höfum orðið vör
við ýmislegt sem þyrfti að að-
laga eða breyta þá er það
ekki umfram það sem
vænta mátti í nýju
námi. Þannig
hefur til dæm-
is námskrá-
in tekið
breytingum
frá fyrsta ári.
Sum af þess-
um nám-
skeiðum
sem um
er rætt
eru ekki
lengur
þar inni
en önnur
komin
inn.“ n
Lögreglumenn furða sig
á lögreglunámi við HA
n Saga mannsandans og fleiri áfangar vekja furðu n Rektor segir námið í þróun„Nýútskrif-
aðir lög-
reglumenn koma
alveg grænir til
starfa
Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is
Vandaðar
innréttingar
Hjá Parka færðu flottar innréttingar
í hæsta gæðaflokki. Mikið úrval.
Bjóðum aðeins það besta fyrir þig!
Snorri Magnús-
son „Við vildum
hafa Lögregluskól-
ann, í þeirri mynd
sem hann var, áfram
við lýði.“
Kristinn Haukur Guðnason
kristinn@dv.is