Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2018, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2018, Qupperneq 14
14 9. nóvember 2018 N iðurstaða þingkosning­ anna í Bandaríkjunum á þriðjudaginn kom almennt ekki á óvart. Demókratar náðu meirihluta í fulltrúadeild þingsins en kosið var um öll 435 sætin í deildinni. Repúblik­ anar héldu meirihluta sínum í öldungadeildinni og því verður ástandið þar óbreytt hvað varð­ ar samskipti þings og forseta. En það að demókratar séu nú komn­ ir í meirihluta í fulltrúadeildinni breytir ýmsu fyrir Donald Trump forseta og möguleikar hans á að koma stefnumálum sínum áfram verða minni. Ýmsir stjórnmála­ skýrendur telja að niðurstaðan sé ávísun á kyrrstöðu og skítkast manna á milli næstu tvö árin eða þar til kosið verður um nýjan for­ seta, nýja fulltrúadeild og þriðj­ ung öldungadeildarþingsæta eftir tvö ár. Fram að þessu hefur Trump getað reitt sig á meirihluta repúblikana í báðum deildum þingsins til að koma stefnumálum sínum í gegn. En nú er staðan gjör­ breytt og getur haft í för með sér að lagafrumvörp komist ekki í gegn­ um þingið. Ferlið er þannig að lagafrumvörp þarf að samþykkja í báðum deildum þingsins og síð­ an þurfa þau að fara til undirritun­ ar hjá forsetanum. Samkomulag demókrata og repúblikana er ekki gott og engin teikn eru á lofti um að það fari batnandi. Því má telja nokkuð víst að þar muni stálin stinn áfram takast á. Þannig mun þingið í raun vera lamað og fá eða engin lagafrumvörp munu hljóta afgreiðslu nema auðvitað krafta­ verkið gerist og flokkarnir fari að starfa saman. Trump mun því þurfa að beita forsetatilskipun­ um í miklum mæli og komast að því hversu langt hann getur geng­ ið í einstökum málum án þess að njóta aðstoðar þingsins við það. Sama staða var uppi á ten­ ingnum þegar Barack Obama tók við forsetaembætti. Þá ákváðu repúblikanar á þingi að hindra allt sem frá honum kom til að lama hann sem forseta. Obama nýtti því forsetatilskipanir í miklum mæli. Nýr aðalóvinur Trump Niðurstaða kosninganna þýðir að Trump hefur eignast nýjan aðal­ óvin, það eru demókratarnir í full­ trúadeildinni. Hann mun væntan­ lega beina spjótum sínum að þeim í hvert sinn sem eitthvað mistekst hjá honum næstu tvö árin. Þegar nýtt þing tekur til starfa eftir tvo mánuði breytist margt í bandarískum stjórnmálum. Full­ trúadeildin sem hefur undan­ farið samþykkt herta innflytj­ endalöggjöf, ógilt Obamacare og skorið grimmt niður í félagsleg­ um útgjöldum mun nú væntan­ lega breyta um stefnu undir stjórn demókrata. Fyrsta mál á dagskrá að sögn Nancy Pelosi, sem verð­ ur væntanlega leiðtogi demókrata í deildinni, er að samþykkja frum­ vörp um siðferði innan stjórnkerf­ isins og endurbætur á kosninga­ kerfinu. Þessi frumvörp munu síðan væntanlega daga uppi í öldungadeildinni en demókratar munu með vinnu sinni ætla að sýna kjósendum hvað þeir muni gera ef þeir ná meirihluta í báðum deildum eftir tvö ár og jafnvel for­ setaembættinu. Trump getur aðeins vonast til að koma frumvörpum í gegnum þingið með því að starfa þvert á flokkslínur. Það gæti reynst hon­ um erfitt enda eyddi hann síðustu mánuðum í að ráðast harkalega á demókrata á kosningafundum víða um Bandaríkin og var orð­ færið ekki alltaf fagurt. Það hlýtur einnig að valda honum áhyggjum að demókratar geta nú hert enn frekar þær rannsóknir sem eru í gangi á meintum tengslum for­ setaframboðs Trump við Rússa. Einnig kann að vera stutt í að skattaskýrslur Trump verði birt­ ar opinberlega en hann hefur ekki viljað opinbera þær. Trump er að vanda óútreiknan­ legur og eftir að úrslit kosning­ anna lágu ljós fyrir fagnaði hann þeim og sagði þau „stórkostlegan árangur“. Þetta sagði hann þrátt fyrir að repúblikanar hefðu misst völdin í fulltrúadeildinni. Hugsan­ lega hefur hann þarna átt við það ljós í myrkrinu fyrir repúblikana að þeim tókst að halda meirihluta í öldungadeildinni. Það hefði verið gríðarlegt áfall fyrir Trump ef demókratar hefðu náð meirihluta í öldungadeildinni. Þá hefðu verið auknar líkur á að þeir hefðu hafið ferli til að reyna að koma honum frá völdum með því að höfða mál á hendur honum fyrir þinginu. En það er kannski ekki alslæmt fyrir Trump að demókratar verða nú í meirihluta í fulltrúadeildinni. Nú getur hann kennt þeim um ef efnahagslífið þróast til hins verra og nú hefur hann fullkomna af­ sökun fyrir að geta ekki komið neinu í verk næstu tvö árin. Þessu getur hann hamrað á fyrir næstu kosningar og bent á að þessu þurfi að breyta og þannig reynt að fá kjósendur til liðs við repúblikana. Hann er sem sagt kominn með nýjan og augljósan óvin sem er á allt annarri línu en hann sjálfur. Þrátt fyrir tapið geta repúblik­ anar glaðst yfir árangri einstakra frambjóðenda. Ted Cruz stóðst atlögu Beto O’Rourke, helstu vonarstjörnu demókrata, í Texas. Aðrir frambjóðendur sem náðu góðum árangri voru meðal annars í Flórída, Indiana, Norður­ Dakóta og Missouri. Demókratar geta glaðst yfir góðum sigrum í Flórída, Virginíu, Pennsylvaniu og Minnesota en þessir sigrar ættu að blása þeim bjartsýni í brjóst fyrir kosningarnar eftir tvö ár. Tímamót hjá konum og minnihlutahópum Þau tímamót urðu í kosningunum að þessu sinni að metfjöldi kvenna var kjörinn til setu í fulltrúa­ deildinni en þær verða um 100 en voru 84 á kjörtímabilinu sem er að ljúka og 22 konur voru kjörnar til setu í öldungadeildinni. Einnig fengu margir frambjóð­ endur, úr röðum minnihlutahópa, góða kosningu. Þar má nefna að tvær konur af ættum frumbyggja voru kjörnar á þing og tvær islam­ skar konur náðu kjöri og eru fyrstu islömsku konurnar sem eru kjörn­ ar á þing. Í Colorado var Jared Polis kjörinn ríkisstjóri og er hann fyrsti samkynhneigði ríkisstjórinn, að minnsta kosti sá fyrsti sem fer ekki leynt með kynhneigð sína. Í Arizona og Tennessee voru konur kosnar til setu í öldungadeildinni en það er í fyrsta sinn sem það ger­ ist í þessum ríkjum. Í New York var Alexandria Ocasio­Cortex kjörin á þing fyrir demókrata en hún er aðeins 29 ára og yngsta konan í sögunni til að taka sæti í fulltrúadeildinni. Hún þykir vera langt til vinstri í flokkn­ um og hefur vakið mikla athygli fyrir vasklega framgöngu í kosn­ ingabaráttunni og vann glæsi­ legan sigur í kjördæmi sínu þar sem hún fékk 78 prósent greiddra atkvæða. Fyrir aðeins ári vann hún á bar til að framfleyta fjölskyldu sinni. Árangur kvenna er sérstaklega glæsilegur og margir fagna honum og telja að nú verði ákveðin tíma­ mót í bandarískum stjórnmálum þar sem konur láti meira til sín taka. Tími hvítra karla, í aðalhlut­ verkum á þingi, sé að líða undir lok. n FRÉTTIR -ERLENT FEGURÐ ENDING MÝKT Kostirnir eru ótvíræðir: • Fallegra hús • Ekkert viðhald Ál er okkar mál • Fossaleyni 8 • 112 Reykjavík • Sími: 577 4100 • altak.is VEGGKLÆÐNINGAR Fyrir allar gerðir húsa, ný jafnt sem gömul, fjöldi lita og gerða „Trump getur að- eins vonast til að koma frumvörpum í gegnum þingið með því að starfa þvert á flokkslínur. Donald Trump Sagði úrslitin stórkostlegan árangur en þau voru í raun mikill skellur. Nancy Pelosi Leiðtogi Demókrata í neðri deild Banda- ríkjaþings. Úrslit bandarísku þingkosning- anna gera Trump erfitt fyrir Glæsilegur árangur kvenna og minnihlutahópa Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.