Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2018, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2018, Síða 16
16 9. nóvember 2018 Þ egar Ellie Holman flaug frá Lundúnum til Dúbaí í júlí til að heimsækja vini sína hófst atburðarás sem hún hefði gjarnan viljað sleppa við. Ellie er sænsk-írönsk, 44 ára, tannlæknir og býr í Kent á Englandi. Fjögurra ára dóttir hennar, Bibi, var með í för. Í flugvélinni buðu flugliðar upp á rauðvín og fékk Ellie sér eitt glas. Þegar hún kom á flugvöllinn í Dúbaí reyndist það vera dýru verði keypt því henni og Bibi var hent í hrylli- legan fangaklefa þar sem þær þurftu að dúsa í þrjá daga. Þær urðu að sofa á gólfinu í illa lyktandi og „ómann- úðlegum“ fangaklefa þar sem 30 til viðbótar máttu dúsa. Maturinn sem fangarnir fengu var myglaður. „Ég hef aldrei heyrt litlu stúlkuna mína gráta svona áður. Ég var svo hrædd við hvað gæti gerst. Ég þorði ekki að loka augum í þrjá sólar- hringa,“ sagði Ellie í samtali við sam- tökin Detained in Dubai eftir að hún var látin laus. Samtökin aðstoða Vesturlandabúa sem lenda í útistöð- um við lögin í þessu litla og forríka furstadæmi. Ellie hafði ekki hugmynd um að það væri stranglega bannað að vera með minnsta vott af áfengi í blóð- inu þegar komið er til Dúbaí. Af þeim sökum þáði hún rauðvínsglas- ið sem var boðið upp á í fluginu með ríkisflugfélagi landsins, Emirates Airways. En þegar hún kom í toll- inn upphófust vandræðin. Vega- bréfsáritunin, sem hún var með, gilti aðeins fyrir för inn í landið. Landamæravörðurinn gaf henni því fyrirmæli um að fara beint heim til Lundúna. Ellie hryllti við tilhugsun- inni um að þurfa að sitja strax aftur í átta klukkustundir í flugvél. Hún bað því um að fá að kaupa ferðamanna- vegabréfsáritun í flugstöðinni. En landamæravörðurinn hafnaði því með öllu og sýndi Ellie ekkert nema ókurteisi að hennar sögn. Þetta þróaðist yfir í deilur þeirra á milli og Ellie byrjaði að taka myndir af landamæraverðinum til að geta sýnt hversu dónalegur hann væri. Þegar hann spurði hana hvort hún hefði drukkið áfengi sagðist hún hafa drukkið eitt glas. Þá birtist skyndi- lega um tugur lögreglumanna og umkringdi hana. Þeir tóku vega- bréf hennar og farsíma af henni og neyddu hana til að láta blóðprufu í té. Niðurstaða rannsóknar á henni var að hún var með 0,04 prómill af alkóhóli í blóðinu. Í þá þrjá daga sem hún sat í fangaklefanum fékk hún ekki að hafa samband við neinn og fjölskylda hennar vissi ekkert um hrakfarir hennar fyrr en vinir Ellie í Dúbaí náðu að grafast fyrir um hvað væri í gangi. Mæðgunum var síðan sleppt úr haldi en sagt að þær mættu ekki yfirgefa landið vegna rannsókn- ar málsins og að Ellie ætti margra ára fangelsisvist yfir höfði sér. Ekki einsdæmi Mál Ellie er ekkert einsdæmi í Dúbaí, heldur einfaldlega skólabókardæmi um ótrúlegan lagalegan frumskóg í landinu. Þessi lög gera að verkum að fólk á á hættu að vera saksótt fyrir eitthvað sem það hefur ekki hug- mynd um að sé ólöglegt. Til dæmis er fjöldinn allur af hótelum og bör- um sem selur áfengi á löglegan hátt. En hins vegar er algjörlega óheim- ilt að drekka þetta sama áfengi á al- mannafæri og skiptir þá engu hvort það er keypt á hóteli eða inni á bar, hvort tveggja telst almananfæri. Þetta veldur fólki oft vandræðum því það telur að það megi drekka áfengið þar sem það er selt. Oftast er litið framhjá þessu en ef einhverj- um misbýður og hringir í lögregluna hefjast vandræðin og fólk á á hættu að enda í fangelsi. Þetta á ekki einungis við um áfengi því konur hafa lent í vandræð- um á ströndinni fyrir að vera í bikiníi en fjöldi kvenna í bikiníi er þar nær alla daga. Pör hafa verið handtekin fyrir að haldast í hendur en á sama tíma má sjá vændiskonur bjóða þjónustu sína á nær hverju einasta götuhorni í borginni. Yfirvöld horfa að jafnaði í gegnum fingur sér með þetta til að hræða ekki ferðamenn á brott en landið er markaðssett sem nútímaleg ferðamannaparadís. En undir yfirborðinu er hins vegar ótrú- lega íhaldsamt samfélag. Lögun- um er ekki breytt því íhaldssömum ráðamönnum finnst það vera ein- hvers konar árás á íslömsk gildi. Ellie var ákærð Eftir að Ellie var látin laus var hún ákærð fyrir að hafa drukk- ið áfengi, fyrir að hafa móðgað landamæravörð og fyrir að hafa tek- ið myndir af honum án leyfis. Eftir fjórar vikur var hins vegar fallið frá öllum ákærum og henni sagt að hún gæti farið heim og væri alltaf vel- komin aftur til Dúbaí. Þá voru tvö eldri börn hennar kominn til henn- ar. „Þeir borguðu flugmiðana, fylgdu okkur út á flugvöll, voru með rósir fyrir mig og hamborga handa börn- unum og báðust margoft afsökunar á því sem gerðist,“ sagði Ellie í samtali við Daily Mail eftir heimkomuna. En allt eru þetta orðin tóm því ekkert hefur breyst í Dúbaí, engum lögum og reglum hefur verið breytt og allt er við það sama. Það er því aðeins tímaspursmál hvenær næsti ferða- maður lendir í gildrunni. Fyrst eftir heimkomuna ræddi Ellie við fjölmiðla og skýrði frá at- burðunum í Dúbaí. En í kjölfarið hófst mikil áróðursherferð á sam- félagsmiðlum og nú þorir hún ekki lengur að veita viðtöl vegna máls- ins. Ellie og hennar fólk er sannfært um að nettröll á vegum yfirvalda í Dúbaí séu hér að verki og hafi það að markmiði að eyðileggja orðstír Ellie og gera út af við rekstur henn- ar. Nettröllin hafa sakað hana um að hafa logið öllu um atburðarásina, að hún sé ósiðleg. Aðrir skrifa að þeir voni að börnin hennar deyi og að hún verði sett í fangelsi til æviloka eða að glæpamaður nauðgi henni og hún eignist ógeðslegt barn. Þá var eitt sinn hringt í hana og sagt að sprengja væri við hús hennar og að börnin hennar skyldu deyja. Meira að segja vinir hennar í Dúbaí hafa neyðst til að biðja hana að fjar- lægja allar myndir af Facebook og Instagram þar sem þeir sjást með henni. Þetta ber að varast í Dúbaí: n Gættu að hvað þú skrifar á samfé- lagsmiðla. Neikvæð skrif um stjórn- völd í Dúbaí, um íslamstrú eða íbúa landsins geta kostað fólk fangelsis- vist. n Ýmsar tegundir verkjalyfja, sum- ar sem eru ekki lyfseðilsskyldar, eru ólöglegar í Dúbaí sem og rafrettur. Fólk getur verið handtekið ef það er með þessi lyf eða rafrettur í fórum sínum. n Gættu að þér þegar þú tekur myndir. Fyrir fimm árum var asískur maður dæmdur í eins árs fangelsi fyrir að hafa tekið myndir af íbúa í Dúbaí að berja indverskan bílstjóra sinn. Það er bannað að taka mynd- ir af opinberum byggingum og fólki nema það veiti samþykki sitt fyrst. n Það getur varðað sektum, fangelsi eða brottvísun úr landi að bölva eða sýna ósæmileg merki með fingrum. n Það er bannað að borða og drekka frá sólarupprás til sólsetur þegar föstumánuðurinn ramadan stend- ur yfir. n Ekki klæðast „djarft“, til dæmis með því að sýna axlirnar. Það getur endað með fangelsisvist. n Farðu varlega í að daðra. Bara það eitt að horfa aðeins of lengi á ókunn- uga konu getur endað með sekt eða fangelsisdómi. n FRÉTTIR - ERLENT Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is n Eitt vínglas í flugvélinni og þú getur lent í fangelsi ÞÚ FÆRÐ MYNDVARPANN HJÁ OKKUR 325” 4K HINAR MÖRGU GILDRUR SEM BÍÐA FERÐAMANNA Í DÚBAÍ Lögreglan í Dúbaí. Ellie Holman Þriggja daga vítisvist í Dúbaí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.