Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2018, Blaðsíða 26
26 SPORT 9. nóvember 2018
9. Arnar
Bergmann
Gunnlaugs-
son (45 leikir
5. Grétar Rafn
Steinsson
(126 leikir)
3. Eiður Smári
Guðjohnsen
(211 leikir)
GYLFI HEFUR TEKIÐ
FRAM ÚR EIÐI SMÁRA
n Hermann Hreiðarsson trónir á toppnum n Jóhann Berg og Aron geta fikrað sig upp listann
Hörður Snævar Jónsson
hoddi@433.is
G
ylfi Þór Sigurðsson er orðinn
næst leikjahæsti íslenski leik-
maðurinn í sögu ensku úr-
valsdeildarinnar. Hann fór
á dögunum fram úr Eiði Smára
Guðjohnsen og hefur nú leikið
220 leiki í vinsælustu íþróttadeild
í heimi. Ekki er ólíklegt að Gylfi
muni einn daginn taka fram úr Her-
manni Hreiðarssyni sem lék 332
leiki í deildinni. Gylfi þarf að
klára þetta tímabil og
þrjú til viðbótar
að öllum líkindum til að ná Her-
manni.
Þrjú félög Gylfa:
Gylfi hefur leikið fyrir þrjú fé-
lög í ensku úrvalsdeildinni, flest-
ir af leikjum hans hafa komið fyrir
Swansea en talsvert magn fyrir bæði
Everton sem hann leikur með í dag
og einnig Tottenham. Hermann lék
leikina sína með sex félögum, Eið-
ur Smári með fjórum en 186 af þeim
komu með Chelsea. Tveir fyrrum
leikmenn Bolton koma í fjórða og
fimmta sætinu yfir leiki Íslendinga í
ensku úrvalsdeildinni.
Þrír leikmenn í deildinni í dag
Þrír íslenskir leikmenn eru í
deildinni í dag, auk Gylfa eru það
Aron Einar Gunnarsson og Jóhann
Berg Guðmundsson. Aron hef-
ur lengst af verið í næst efstu deild
með Cardiff og Coventry en er nú
á sínu öðru tímabili í ensku úrvals-
deildinni, hann hefur spilað 26
leiki í deildinni. Jóhann Berg
Guðmundsson er á sínu
þriðja tímabili með Burnley
í deildinni og hefur spilað
65 leiki, hann er áttundi
leikjahæsti Íslendingurinn
í ensku úrvalsdeildinni.n
Aðrir:
14. Þorvaldur Örlygsson (15 leikir)
15. Þórður Guðjónsson (10 leikir)
16. Jóhann Birnir Guðmundsson (9 leikir)
17. Eggert Gunnþór Jónsson (3 leikir)
1. Hermann
Hreiðarsson
(332 leikir)
2. Gylfi Þór
Sigurðsson
(220 leikir)
4. Guðni
Bergsson
(135 leikir)
6. Heiðar
Helguson
(96 leikir)
7. Ívar Ingimars-
son (73 leikir)
8. Jóhann Berg
Guðmundsson
(65 leikir)
10. Brynjar
Björn Gunnars-
son (43 leikir)
10. Brynjar
Björn Gunnars-
son (43 leikir)
12. Lárus Orri
Sigurðsson
(29 leikir) 13. Aron Einar
Gunnarsson
(26 leikir)
Jóhann keyrði aftan á bíl og
tognaði á hálsi.
Hann fékk 3,7 m.kr. í bætur.
Lifðu lífinu - Við sækjum bæturnar.