Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2018, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2018, Síða 29
Vélar, verkstæði og verktakar 9. nóvember 2018 KYNNINGARBLAÐ Haustið 2017 keypti Björn Ómar Sigurðarson fyrirtækið Leiguvélar Tobba á Akur- eyri og breytti nafni fyrirtækisins í Leiguvélar Norðurlands. Leiguvélar Tobba þótti vera öflug tækjaleiga á Norðurlandi en á þessu eina ári sem liðin eru frá eigendaskiptunum hefur umfang starfseminnar engu að síð- ur tvöfaldast og Leiguvélar Norður- lands eru nú með á bilinu 60 til 70 tæki í útleigu. Þetta eru alls konar vinnulyftur, til notkunar innan- og utandyra, skæralyftur og spjótlyftur af ýmsum stærðum; einnig smá- gröfur og stærri gröfur, kranabílar og vinnupallar. „Við leigjum til allra aðila sem standa í framkvæmdum, stórra og smárra,“ segir Björn Ómar. Mark- aðssvæðið er líka stórt og teygir sig langt í báðar áttir út frá Akureyri. „Við erum að leigja tæki alla leið í Húnavatnssýslurnar og svo austur á Egilsstaði og þar um kring, þetta er gríðarlega stórt svæði,“ segir Björn. Tækin eru flutt milli landshluta á sérhæfðum flutningsbílum, oft 3–4 tæki í einu, eftir eðli og umfangi verkefna. Eins og nærri má geta kostar það bæði mikla fjármuni og fyrirhöfn að halda svo stórum tækjaflota við. „Við bæði gerum við mest af tækj- unum sjálfir og svo endurnýjum við mikið, nýlega keyptum við til dæmis fimm ný tæki. Við reynum að hafa þessi tæki í toppstandi, annars gengur þetta ekkert upp,“ segir Björn Ómar. Þrír til fjórir starfsmenn eru hjá Leiguvélum Norðurlands og ávallt er einhver á vakt. Má segja að tekið sé við fyrirspurnum allan sólar- hringinn því oft ber brátt að með tækjavöntun og verkefni eru í gangi á öllum tímum. Algengasta pöntunarleiðin á tækjaleigu er í gegnum símanúm- erið 862-4991. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið lvn@ lvn.is Þá má senda skilaboð á Face- booksíðunni Leiguvélar Norðurlands. Þar eru einnig nánari upplýsingar um starfsemina, myndir og fleira.n LEIGUVÉLAR NORÐURLANDS: Fjölbreytt vinnutæki og góð þjónusta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.