Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2018, Side 32
Vélar, verkstæði og verktakar 9. nóvember 2018KYNNINGARBLAÐ
Margur er knár þó að hann sér smár – Upplyfting vinnu-lyftur er fyrirtæki sem nýtir
sér smæð sína á markaðnum. Lipur
þjónusta, hagstætt verð og umhverfi-
svæn starfsemi eru á meðal helstu
einkenna fyrirtækisins sem leigir út
skæralyftur fyrir byggingasvæði og
hvers konar viðhaldsvinnu. Hlutverk
skæralyftna er að lyfta vinnumönnum
upp í þá hæð sem verkefnið krefst.
Helstu viðskiptavinir fyrirtækisins eru
smærri aðilar á byggingamarkaði og
svo almennir borgarar sem þurfa að
nota lyftur við viðhaldsvinnu, málun
og annað slíkt.
„Þetta byrjaði smátt en hefur farið
vaxandi. Ég byrjaði með tvær lyftur
en í dag eru þær átta og sú níunda er
væntanleg um mánaðamótin,“ segir
Jóhann Sigurjón Jakobsson, eigandi
fyrirtækisins. Stærsta lyftan, sú sem
er væntanleg, er utandyragræja og
nær 15 metra vinnuhæð. Minnstu
lyfturnar hafa hins vegar 5,2 metra
hæð, aðrar fara upp í 7,8 metra, 9,2
og 10,2 metra.
„Þessar litlu lyftur eru einstaklega
meðfærilegar. Þær vega aðeins um
500 kíló og eru það nettar að hægt
er að keyra þær beint inn í lyftu í
fjölbýlishúsum og öðrum byggingum.
Það er ekki hægt með þessar stærri
lyftur sem aðrir aðilar á markaðnum
bjóða upp á,“ segir Jóhann.
Skæralyfturnar hjá Upplyftingu
koma allar frá ítalska framleiðand-
anum Imer. Umhverfisvæn áhersla
er í tækjavalinu hjá Jóhanni því allar
átta lyfturnar sem hann er með núna
ganga fyrir rafmagni og stóra lyftan
sem er væntanleg og nær 15 metra
hæð er tengitvinnvél sem gengur
bæði fyrir rafmagni og dísilolíu.
Sem fyrr segir er Upplyfting mjög
heppilegur aðili fyrir smærri fyrirtæki
á byggingamarkaði og einstak-
linga sem þurfa á góðum og
öruggum skæralyftum
að halda með litl-
um fyrirvara og á
hagstæðu verði.
Þess má geta
að allar lyftur
eru afhentar
fullhlaðnar
og tilbúnar
til notkun-
ar. Þær eru
reglulega
skoðaðar
af Vinnu-
eftirlitinu.
Nánari
upplýsingar
eru á vefsíð-
unni upplyfting.
is, í síma 892-
2800 og í gegnum
netfangið leiga@
upplyfting.is. n
UPPLYFTING VINNULYFTUR:
Liprari og ódýrari