Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2018, Síða 37
Vélar, verkstæði og verktakar 9. nóvember 2018 KYNNINGARBLAÐ
Rússarnir koma – við erum að fara að bjóða, í fyrsta skipti til al-mennings á Íslandi, nýja gerð af
dekkjum sem eru alveg geggjuð. Um er
að ræða vetrardekk sem hönnuð eru
af Ítölum og Þjóðverjum í samvinnu og
framleidd í verksmiðjum í Rússlandi –
sérstaklega fyrir rússneska veturinn og
rússneska sveitavegi. Þetta eru virki-
lega agressíf vetrardekk sem henta líka
sérstaklega vel fyrir íslenskar aðstæð-
ur og eru á hlægilega lágu verði,“ segir
Hinrik Morthens hjá bílaþjónustufyrir-
tækinu Kvikkfix. Rússnesku dekkin Viatti
verða bylting á dekkjamarkaðnum hér
á landi.
„Stóru bílaleigurnar hafa verið að
nota þessi dekk undanfarið með frá-
bærum árangri en núna er kominn tími
til að bjóða almennum bíleigendum
þau. Það var heildsali í Belgíu sem fékk
leyfi til að selja dekkin í Evrópu og hann
hefur ekki undan,“ segir Hinrik.
Kvikkfix flytur inn alla sína varahluti
sjálft og tekst með þeim hætti að
halda verði á þjónustunni mjög niðri.
„Það er allur heimurinn undir og
við flytjum inn varahluti frá ýmsum
löndum. Við erum engum háðir og
getum boðið frábært verð. Við þykjum
vera vægast sagt sanngjarnir í verði,“
segir Hinrik. Kvikkfix sérhæfir sig meðal
annars í dekkjum, rafgeymum, olíu- og
síuskiptum, bremsum, rúðuþurrkum,
pústkerfum og dempurum.
Fyrir utan góðar vörur á lágu verði
býður Kvikkfix upp á toppþjónustu
enda er fyrirtækið í góðu húsnæði með
fyrsta flokks búnaði og toppaðstöðu.
KvikkFix er til húsa að Hvaleyrar-
braut 4–6 í Hafnarfirði. Sími er 575-
1500. Bráðlega líður að þeim tíma
þegar bíleigendur þurfa að hringja og
panta dekkjaskipti fyrir bílinn. Þá er
kjörið að prófa nýju mögnuðu Viatti-
-vetrardekkin á frábæru verði.
Sjá nánar á vefsíðunni kvikkfix.is.n
KVIKKFIX:
Viatti-dekkin eru bylting
í vetrardekkjum