Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2018, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2018, Page 42
Góð kaup 9. nóvember 2018KYNNINGARBLAÐ Besta leiðin til þess að koma sér burt frá jólastressinu er klárlega að skella sér á skíði, renna burt frá öllu amstri og sveigja kringum áhyggjurnar. Síðustu ár hefur skíðafærið ekki endilega verið upp á marga fiska á höfuðborgarsvæðinu en það er engin ástæða til þess að örvænta. Hlíðarfjall á Akureyri mætti segja að sé eins og Tenerife skíða- mannsins. Þar er afburðagóð aðstaða fyrir skíðafólk, hvort heldur þá sem stunda venjuleg skíði, gönguskíði eða snjóbretti. „Við stefnum á að opna um mánaðamótin nóvember–desember og ég mæli heilshugar með því að fólk skelli sér á skíði á milli jóla og nýárs og skilji endilega jólastressið eftir heima. Hægt er að fá gistingu á fjölmörgum hótelum eða gistihúsum hér í bænum og svo eru Akureyringar margrómaðir fyrir afbragðs matargerð,“ segir Guð- mundur Karl Jónsson, forstöðumaður Skíðasvæðisins Hlíðarfjall. Allir skíða Í Hlíðarfjalli eru fjölmargar skíðalyftur og brekkur sem henta bæði byrj- endum sem lengra komnum. Einnig eru margar gönguskíðabrautir fyrir gönguskíðafólk. Hlíðarfjall býður að auki upp á skíðaleigu með góðu úrvali hefðbundinna skíða, gönguskíða og bretta og margt fleira. Svo starfræk- ir skíðasvæðið skíðaskóla þar sem ungum jafnt sem öldnum er kennt á skíði eða bretti á öruggan hátt. „Við bjóðum sérstaklega velkomna í skíða- skólann skíðaiðkendur á aldrinum 5–12 ára,“ segir Guðmundur. Engar biðraðir „Hægt er að kaupa vetrarkortin á vef- síðunni okkar hlidarfjall.is og er hægt að kaupa annars vegar kort sem duga allan veturinn fram til 28. apríl eða borga fyrir hvert skipti inn á Sidata kortin okkar. Við gerðum fólki kleyft að kaupa miða á netinu sem hefur nær útrýmt biðröðum í miðasölu og í lyft- urnar,“ segir Guðmundur. Sími: 462-2280 http://www.hlidarfjall.is/is https://hlidarfjall.skiperformance. com/shop/is/store n SKÍÐAÐU JÓLASTRESSIÐ Í KAF: Hlíðarfjall Akureyri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.