Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2018, Síða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2018, Síða 50
50 FÓLK - VIÐTAL 9. nóvember 2018 eins og hann lýsir því sjálfur, en síðan kom að tímamótum. Þegar hann var 21 árs gamall og búinn að vera í næstum áratug í neyslu fór hann í meðferð. „Ég hafði þá stolið hellingi af lyfjum frá móður minni og 30 þúsund kalli í peningum. Hún gómaði mig og spurði mig út í þetta. Ég sagði henni eitthvað en ekki allan sannleikann. Svo fór ég beinustu leið á Vog og Staðar- fell í meðferð hjá SÁÁ. Ég væri dauður ef SÁÁ væru ekki til því að þá fór ég að geta verið edrú í nokkurn tíma og fór að vinna í mínum málum. Þetta er búinn að vera langur og krefjandi veg- ur,“ segir Valgarður. Sjálfsvíg mömmu Um tíma fór Valgarður í bók- menntafræðinám í Háskóla Ís- lands en hann fann sig ekki þar. Á þeim tíma var hann einnig far- inn að feta sömu slóð og móðir hans í skáldskap. Hann orti ljóð og gaf út bækur. Hjá SÁÁ fékk Valgarður leiðsögn um skað- semi morfín- og áfengisneyslu sem hann meðtók. Hann sá fram á að ef hann héldi áfram á sömu braut myndi hann enda annað- hvort í fangelsi eða gröfinni. Það sem vantaði hins vegar var skýr stefna, einhvern annan valkost. Eftir meðferðina flutti hann til Kaupmannahafnar og fór í nám í Alexanderstækni. Það er aðferð í líkamsbeitingu sem tónlistarfólk og aðrir hópar hafa tileinkað sér. Um tíma starfaði hann einnig í bókabúð. Á þeim tíma ánetjaðist hann kannabisefnum. „Margir segja að þetta sé miklu skárra en harðari efnin, en þetta er engu að síður mjög hættulegt. Maður verður mjög tæpur á geði, þunglyndur og með ofsóknarbrjálæði. Minnið fer líka.“ Árið 1997 flutti hann aftur heim til Íslands og fór að vinna hjá Smekkleysu við að hengja upp tónlistarplaggöt. Hann starfaði við það í tíu ár og margir muna eftir honum seint um nóttu í miðbæ Reykjavíkur með límfötuna í annarri hendi. Þá var hann einnig farinn að fást við myndlist, var kominn í sambúð og átti sína eigin fjölskyldu. Vor- ið 2000 var hann búinn að vera edrú í fimm ár og lífið var gott. Þá kom áfallið. Valgarður segir: „Ég sat á kaffihúsi og var að kjafta við vin minn. Skyndilega fannst mér eins og eitthvað flygi í gegnum hausinn á mér, eitthvað kalt. Það fyrsta sem ég hugs- aði var: Mamma! Ég stóð upp og hljóp út og rakleiðis heim til hennar. Þá fann ég hana dána. Þá tókst henni að fyrirfara sér því miður eftir langt stríð við þung- lyndi og fíknisjúkdóm sinn. Hún hafði skipulagt þetta vel og stillt upp merktum hlutum í íbúð- inni fyrir þann sem kæmi að. Hún skrifaði nokkur sjálfsvígs- bréf, stíluð á mig og aðra í fjöl- skyldunni.“ Valgarður hringdi á lögreglu og sjúkrabíl sem komu um hæl og sóttu hana. Eftir að það var búið ákvað Valgarður að hreinsa íbúðina af öllu tengdu lyfjum. Hann vildi ekki að aðrir sæju það. „Allt í einu stóð ég með full- an haldapoka af lyfjum. Verkja- lyfjum og lyfseðilsskyldu am- fetamíni. Ég fargaði þessum poka en innan við sólarhring síð- ar var ég fallinn. Þá fór ég í greni til morfínsala sem ég þekkti, var hjá honum í nokkra daga og byrjaði að sprauta mig.“ Dauðinn alltaf nálægur Heimur sprautufíkla er fjarlægur og illskiljanlegur flestum öðrum en þeim sem hafa lifað í honum. Valgarður hefur séð neyðina og hörkuna með eigin augum. „Ungar konur, innan við tvítugt, geta alltaf farið til sölu- mannsins þótt þær eigi engan pening. Þá hringir hann í ein- hvern gæja sem kemur, sefur hjá henni og borgar sölumanninum fyrir skammtinn hennar. Þetta sá ég oft í greninu og er með því ógeðfelldasta sem kemur fyr- ir þessar ungu konur. Þeir sem keyptu voru oft í efri lögum þjóð- félagsins, til dæmis lögfræðingar eða þekktir embættismenn. Ungir karlar í þessari neyslu geta sjaldnast selt sig þannig að þeir brjótast inn og ræna.“ Er dauðinn ekki alltaf nálæg- ur í þessum heimi? „Jú, það hafa mjög margir sem voru í kringum mig farið. Ég ætti að vera einn af þeim og ég skil ekki alveg af hverju ég er hérna enn. Síðan ég fór í meðferð 21 árs gamall hef ég verið saman- lagt átta ár í neyslu af 26 árum. Nú hef ég verið edrú í þrjú ár samfleytt. Ég hef nokkrum sinn- um verið tæpur og tvisvar endað á bráðamóttökunni. Stundum hef ég orðið veikur en harkað af mér. Almennt var ég samt talinn kunna á efnin og var ráðinn í partí til að „kokka“ fyrir gesti.“ Valgarður segir að eitt af því sem einkennir heim morfínfíkla sé hnignun gilda. Hann segir: „Maður hefur prinsipp í þessu rugli. Til dæmis að sprauta sig ekki. Svo ferð það. Þá kem- ur maður upp prinsippi um að sprauta ekki aðra. Svo fer það. Þá kemur maður kannski upp því prinsippi að ræna ekki sölu- manninn. Á endanum fellur þetta allt saman.“ Kokkað fyrir Grænlendinga Valgarður minnist sérstaklega atviks sem átti sér stað á ónefndu hóteli í Reykjavík þegar hann var ráðinn til að kokka og sprauta átta skipverja af grænlenskum togara. „Þeir reykja stanslaust hass á meðan þeir eru úti á sjó og þegar þeir koma í land, eft- ir kannski þrjá mánuði þá vilja þeir fá sterkari efni. Á þess- um tíma var ég á mínum lægsta punkti og tók verkið að mér. Ég var hins vegar sjálfur orðinn svo ruglaður af neyslu að ég klúðr- aði þessu og gaf þeim of mikið. Myndlistarmaður Hefur teiknað síðan í bernsku. Gylfaflöt 6 - 8 S. 587 - 6688 fanntofell.is BORÐPLÖTUR & SÓLBEKKIR „Hún hafði skipulagt þetta vel og stillt upp merktum hlut- um í íbúðinni fyrir þann sem kæmi að Frjáls Losnaði undan klóm prestsins tólf ára.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.